Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Ný Danskur í einn dag – Veitingarýni: Fabrikkan og Smurstöðin

Birting:

þann

Fabrikkan

Í tilefni af útgáfu á nýju plötu hljómsveitarinnar Ný Danskar voru tónleikar í Hörpunni 13. september og 5. september var afhjúpaður réttur á matseðli Fabrikkunnar til heiðurs hljómsveitinni, ákvað ég að vera Ný Danskur í einn dag.

Fabrikkan

Fabrikkan

Í hádeginu laugardaginn 13. september mætti ég á Fabrikkuna til að smakka á ný dönsku samlokunni, en hún er:

Nýdönsk grísasamloka ( pulled pork ) úr reyktum hægelduðum grísabóg með de luxe sósu ( japanskt mayonnaise) og klettasalati, borið fram í seasamlausu brauði með frönskum kartöflum og hrásalati

Nýdönsk grísasamloka ( pulled pork ) úr reyktum hægelduðum grísabóg með de luxe sósu ( japanskt mayonnaise) og klettasalati, borið fram í seasamlausu brauði með frönskum kartöflum og hrásalati

Samlokan var nákvæmlega eins og á myndinni sem er sjældgæft hjá skyndibitastöðum, bragðið var mjög gott og heildin góð, utan þess að mér fannst hún frekar rýr miðað við aðrar pulled pork samlokur, fór hálfsvekktur út af Fabrikkunni í þetta sinn.

 

Síðan var ég mættur á Smurstöðina um sexleitið til að fá mér nýmóðins smurt danskt brauð og varð eftirfarandi fyrir valinu:

Túnfisk-tartar með sölvum, brenndum túnfiskbita, stökkum kartöflum og kryddjurtamayonnaise.

Túnfisk-tartar með sölvum, brenndum túnfiskbita, stökkum kartöflum og kryddjurtamayonnaise.

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirkokkur á Hörpunni er hér ásamt starfsfólki Smurstöðvarinnar með 260 kg. túnfisk sem notaður verður í tilboði alla vikuna. Túna tartar með söl, brenndum túna bita, stökkum kartöflum og kryddjurta majó.

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirkokkur á Hörpunni er hér ásamt starfsfólki Smurstöðvarinnar með 260 kg. túnfisk sem notaður verður í tilboði alla vikuna.
Túna tartar með söl, brenndum túna bita, stökkum kartöflum og kryddjurta majó.

Þessi túnfiskur kom inn á mánudeginum á þriðja hundrað kíló, veiddur suður á Íslandi og þarna var hluti hans kominn á diskinn hjá mér. Þessi útfærsla hjá þeim Smurstöðvarmönnum var virkilega góð, fallegur réttur og gaman að borða fisk sem veiddur er af íslendingum, en þessi fiskur er af bláugga ættinni.

Norðfirsk síld, >>hyldeblomst<<, agúrka, hægelduð eggjarauða og radísur

Norðfirsk síld, >>hyldeblomst<<, agúrka, hægelduð eggjarauða og radísur

Einfaldur og klassískur réttur, en ekki að sama skapi góður, það er hægt að handera síld á miklu betri máta.

Í eftirrétt fékk ég:

Ístvenna með ferskum berjum kremi og þunnum marengs

Ístvenna með ferskum berjum kremi og þunnum marengs

Smakkaðist það virkilega vel, ekki of sætt og ekki of súrt, góður endir.

 

Síðan lá leiðin inn í Eldborg þar hlýtt var á Diskó Berlín og alla hina slagarana hjá hljómsveitinni Ný dönsk og var ekki laust við að ég væri farin að tala dönsku í lokin.

Hér er myndband við lagið Nýr maður af hljómplötunni Diskó Berlín sem er níunda breiðskífa hljómsveitarinnar:

 

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið