Starfsmannavelta
Núðluskálin lokar – Auglýst til sölu fyrir áhugasama
Nú í vikunni var Núðluskálin auglýst til sölu á facebook síðu staðarins. Núðluskálin er lítill „fusion“ núðlubar neðst á Skólavörðustíg sem hefur frá upphafi haft að markmiði að bjóða saðsaman, hollan og góðan mat.
Staðurinn hefur verið í rekstri í ellefu ár á Skólavörðustígnum og neyddust eigendur hennar til að loka staðnum og auglýsa nú reksturinn, sem er ekki kominn í þrot, til sölu.
Það eru veitingahjónin Kristján Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson sem standa að Núðluskálinni. Þeir höfðu dregið reksturinn mikið saman áður en þeir þurftu endanlega að loka staðnum og hafði það úrslitaáhrif þegar þeir þurftu báðir að fara í sóttkví í lok síðasta mánaðar.
„Það sem eiginlega setti endapunktinn á reksturinn er að við erum í sóttkví. Við vorum búnir að draga reksturinn saman þannig að það var enginn eftir nema við sjálfir svo við höndluðum það ekki.“
Sagði Kristján í samtali við mbl.is.
Mynd: facebook / Núðluskálin

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum