Sverrir Halldórsson
Nú eru hamborgarar Fabrikkunnar fullkomlega ferkantaðir | Ný Hamborgarafabrikka í Kringlunni
Frá og með í dag laugardeginum 8. febrúar 2014 verða hamborgarar Fabrikkunnar fullkomlega ferkantaðir, bæði kjöt og brauð.
Þeir félagar, Simmi og Jói, eru þekktir fyrir að fara óhefðbundnar leiðir til að kynna sínar vörur og settu að þessu sinni saman myndband í anda þeirra myndbanda sem Apple fyrirtækið sendir frá sér þegar það kynnir til sögunnar nýja síma og tæki.
Okkur hefur alltaf fundist mjög fyndið hvernig forsvarsmenn Apple tala á ofur hátíðlegan hátt um vörur sínar í myndböndum, og ákváðum því að gera samskonar myndband um þessa breytingu á hamborgurunum okkar
, sagði Jói í samtali við Mbl.is, en myndbandið má sjá hér að neðan.
Ný Hamborgarafabrikka í Kringlunni
Ferkantaða kjötið var ekki eina frétt dagsins hjá Fabrikkunni því að á sama tíma var tilkynnt um opnun nýrrar Hamborgarafabrikku í Kringlunni á vormánuðum. Nýja Hamborgarafabrikkan verður staðsett á slóðum gamla Hard Rock Café þar sem veitingastaðurinn Portið er starfræktur í dag, en nánar er hægt að lesa á vef mbl.is hér.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort