Sverrir Halldórsson
Nú eru hamborgarar Fabrikkunnar fullkomlega ferkantaðir | Ný Hamborgarafabrikka í Kringlunni
Frá og með í dag laugardeginum 8. febrúar 2014 verða hamborgarar Fabrikkunnar fullkomlega ferkantaðir, bæði kjöt og brauð.
Þeir félagar, Simmi og Jói, eru þekktir fyrir að fara óhefðbundnar leiðir til að kynna sínar vörur og settu að þessu sinni saman myndband í anda þeirra myndbanda sem Apple fyrirtækið sendir frá sér þegar það kynnir til sögunnar nýja síma og tæki.
Okkur hefur alltaf fundist mjög fyndið hvernig forsvarsmenn Apple tala á ofur hátíðlegan hátt um vörur sínar í myndböndum, og ákváðum því að gera samskonar myndband um þessa breytingu á hamborgurunum okkar
, sagði Jói í samtali við Mbl.is, en myndbandið má sjá hér að neðan.
Ný Hamborgarafabrikka í Kringlunni
Ferkantaða kjötið var ekki eina frétt dagsins hjá Fabrikkunni því að á sama tíma var tilkynnt um opnun nýrrar Hamborgarafabrikku í Kringlunni á vormánuðum. Nýja Hamborgarafabrikkan verður staðsett á slóðum gamla Hard Rock Café þar sem veitingastaðurinn Portið er starfræktur í dag, en nánar er hægt að lesa á vef mbl.is hér.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði