Vertu memm

Food & fun

Nostra – Food and Fun 2019

Birting:

þann

Nostra - Food and Fun 2019 - Brian Canipelli

Brian Canipelli

Kvöldið var ungt þegar við bönkuðum upp á hjá Nostra sem er á efri hæðinni í gamla Kjörgarðshúsinu, Laugarvegi 59.

Nostra er glæsilegur veitingastaður og öll aðkoma til fyrirmyndar og var vel tekið á móti okkur þegar við birtumst nokkuð fyrir opnun enda staðurinn þétt setinn um kvöldið.

Gestakokkur Food & Fun á Nostra er Brian Canipelli sem er bandaríkjamaður og býr í Asheville þar sem hann rekur sinn eigin stað, Cusicina 24.

Nostra - Food and Fun 2019 - Brian Canipelli

Nostra - Food and Fun 2019 - Brian Canipelli

Ég átti ágætt spjall við Brian Canipelli eftir að hann hafði farið aðeins yfir réttina sem hann bauð uppá og það er óhætt að segja að þarna fari sérlega geðslegur maður.

Eins og svo margir matreiðslumenn/konur í dag þá hefur hann þvælst töluvert um, unnið hér og þar, tekið þátt í mismunandi keppnum og núna búinn að hlaupa heimadragann.

Sökum þess hversu vel var bókað þetta kvöld á Nostra þá styttum við aðeins smakkið en spjölluðum því meira við Canipelli sem voru ekki slæm skipti.

Canipelli sagði mér að það sem hann nyti mest við matreiðsluna væri að vinna með árstíðarbundið grænmeti og skemmtileg meðlæti og ná að vinna það á mismunandi máta. Í staðinn fyrir að gera einfalda hluti flókna þá snérist þetta um að gera flókna hluti einfalda.

Við smökkuðum hjá honum fjóra rétti sem voru sérlega áhugaverðir en allur seðillinn er bæði spennandi og fjölbreyttur.

Nostra - Food and Fun 2019 - Brian Canipelli

Nostra - Food and Fun 2019 - Brian Canipelli

Fyrst fengum við einn af forréttunum: Grillað hvítkál, með þurrkuðum þorski, tómötum og þara soði. Þetta er réttur sem er með hárfínt jafnvægi, það var allt til staðar, beiskjan, sýran, fitan og saltið, þetta var algjör snilld einu orði sagt.

Síðan fengum við annan af aðalréttunum sem er „Risi e bisi“ sem er öðruvísi rísotto með þurrkuðum ertum, miso-smjör, og poppuðum hrísgrjónum. Ótrúlega góð samsetning.

Á seðlinum er smeygt inn skemmtilegu „antipasta“ Bláskels „escabeche“ , hér er farið óhefðbundnar leiðir og niðurstaðan var, flottur réttur og öðruvísi sjávarrétta nálgun.

Nostra - Food and Fun 2019 - Brian Canipelli

Nostra - Food and Fun 2019 - Brian Canipelli

Síðan kom rúsínan: Bakað bygg og skyr, súkkulaðimarengs, kaffikaramella og salt.

Ég ætla algjörlega að sleppa því að reyna að lýsa þessum rétti, en í dag sárlega öfunda ég þá sem eiga eftir að upplifa hann og finn til með þeim sem ekki fá að smakka.

Enda með orðum félaga míns: „Fullkomin slaufa í enda máltíðar,  eftirsprengja af sætum og beiskum brögðum með örlítið crunsí“.

Lifið heil.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið