Food & fun
Nostra – Food and Fun 2019
Kvöldið var ungt þegar við bönkuðum upp á hjá Nostra sem er á efri hæðinni í gamla Kjörgarðshúsinu, Laugarvegi 59.
Nostra er glæsilegur veitingastaður og öll aðkoma til fyrirmyndar og var vel tekið á móti okkur þegar við birtumst nokkuð fyrir opnun enda staðurinn þétt setinn um kvöldið.
Gestakokkur Food & Fun á Nostra er Brian Canipelli sem er bandaríkjamaður og býr í Asheville þar sem hann rekur sinn eigin stað, Cusicina 24.
Ég átti ágætt spjall við Brian Canipelli eftir að hann hafði farið aðeins yfir réttina sem hann bauð uppá og það er óhætt að segja að þarna fari sérlega geðslegur maður.
Eins og svo margir matreiðslumenn/konur í dag þá hefur hann þvælst töluvert um, unnið hér og þar, tekið þátt í mismunandi keppnum og núna búinn að hlaupa heimadragann.
Sökum þess hversu vel var bókað þetta kvöld á Nostra þá styttum við aðeins smakkið en spjölluðum því meira við Canipelli sem voru ekki slæm skipti.
Canipelli sagði mér að það sem hann nyti mest við matreiðsluna væri að vinna með árstíðarbundið grænmeti og skemmtileg meðlæti og ná að vinna það á mismunandi máta. Í staðinn fyrir að gera einfalda hluti flókna þá snérist þetta um að gera flókna hluti einfalda.
Við smökkuðum hjá honum fjóra rétti sem voru sérlega áhugaverðir en allur seðillinn er bæði spennandi og fjölbreyttur.
Fyrst fengum við einn af forréttunum: Grillað hvítkál, með þurrkuðum þorski, tómötum og þara soði. Þetta er réttur sem er með hárfínt jafnvægi, það var allt til staðar, beiskjan, sýran, fitan og saltið, þetta var algjör snilld einu orði sagt.
Síðan fengum við annan af aðalréttunum sem er „Risi e bisi“ sem er öðruvísi rísotto með þurrkuðum ertum, miso-smjör, og poppuðum hrísgrjónum. Ótrúlega góð samsetning.
Á seðlinum er smeygt inn skemmtilegu „antipasta“ Bláskels „escabeche“ , hér er farið óhefðbundnar leiðir og niðurstaðan var, flottur réttur og öðruvísi sjávarrétta nálgun.
Síðan kom rúsínan: Bakað bygg og skyr, súkkulaðimarengs, kaffikaramella og salt.
Ég ætla algjörlega að sleppa því að reyna að lýsa þessum rétti, en í dag sárlega öfunda ég þá sem eiga eftir að upplifa hann og finn til með þeim sem ekki fá að smakka.
Enda með orðum félaga míns: „Fullkomin slaufa í enda máltíðar, eftirsprengja af sætum og beiskum brögðum með örlítið crunsí“.
Lifið heil.
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala