Veitingarýni
North West – Veitingarýni
Fyrir um fimm árum síðan voru gerðar miklar framkvæmdir á veitingaskálanum Víðigerði, Húnaþingi vestra þegar nýir eigendur tóku við. Staðurinn fékk nýtt nafn og heitir í dag North West Hotel & Restaurant.
„Við erum í langhlaupi í þessu, við kaupum bestu vöruna sem við teljum okkur komast í og trúum því að það skili sér á endanum, sem það er að gera. Enda mikil aukning á hverju ári.
Við finnum að margir Íslendingar eru meira en til í að að stoppa annars staðar en á bensínstöð á ferð sinni um landið og fá sér að borða. Við vonum bara að fólk sýni okkur þolinmæði á meðan við erum að klára að dusta rykið af þessum stað.“
Sagði Kristinn Bjarnason, veitingamaður hjá North West í samtali við DV, árið 2018.
Það má með sanni segja að eigendur North West hafa unnið markvisst að því að gera staðinn glæsilegan, en ég hef komið þangað oft og hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Ég hef reyndar oftast keypt mér Fisk og franskar (Fish & Chips) og sá réttur hefur ávallt verið upp á tíu. Einstaklega skemmtilegt og frábrugðið frá öðrum vegasjoppum, er að fá kokteilsósu og salat sem lagað er á staðnum.
North West er veitingastaður, hótel, kaffihús og söluturn, en á efri hæð aðalbyggingarinnar eru níu hótelherbergi með sér baði og sameiginlegri setustofu.
Að undanförnu hef ég valið North West fram yfir Staðarskála þar sem mér finnst meiri metnaður hjá North West, persónulegri þjónusta og allt til fyrirmyndar.
Ef eitthvað mætti setja út á, er að það megi prenta matseðlana oftar út, en þeir verða þreyttir að sjá eftir stutta notkun, þegar þeir eru ekki í plasti. Mjög góður matur og góð þjónusta.
Aðrir fengu sér hamborgara og eftirrétt og voru mjög ánægðir með matinn.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024