Frétt
Norræn matarverðlaun: Óskað er eftir tilnefningum til Embluverðlaunanna
Embluverðlaunin, sem eru norræn matarverðlaun, verða veitt í Hörpu í Reykjavík 1. júní næstkomandi í tengslum við norrænt kokkaþing. Verðlaununum er ætlað að auka sýnileika og vekja áhuga almennings á norrænni matarhefð og matvælum sem framleidd eru á Norðurlöndunum. Embluverðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti en þau voru fyrst afhent í Kaupmannahöfn árið 2017. Að verðlaununum standa norræn bændasamtök með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar.
Sjá einnig: Hér eru handhafar Embluverðlaunanna, norrænna matvælaverðlauna
Tilnefningar til og með 31. mars 2019
Opnað var fyrir tilnefningar í byrjun mars á vefsíðunni www.emblafoodawards.com en frestur til að skrá tilnefningar er til og með 31. mars nk. Tilnefningum er safnað saman á öllum Norðurlöndunum en allir geta tilnefnt fulltrúa frá sínu landi. Þátttaka kostar ekkert. Þriggja manna dómnefnd í hverju landi fyrir sig ákveður hverjir verða tilnefndir sem fulltrúar hvers lands.
Verðlaunaflokkar Embluverðlaunanna eru sjö talsins:
Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019
Verðlaunin verða veitt bónda, sjómanni, veiðimanni, safnara o.s.frv. sem stendur fyrir hráefni af miklum gæðum. Sem nýtir menningarlegar og náttúrulegar rætur sínar á Norðurlöndum og sem sjálfur framleiðir, veiðir eða safnar hráefninu.
Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019
Veitt einstaklingi, fyrirtæki eða stofnun sem hefur þróað nýja aðferð með breiða skírskotun og markaðsmöguleika og sem gjarnan er byggð á gömlum hefðum.
Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019
Verðlaunin verða veitt matvælaiðnaðarmanni sem hefur þróað einstaka gæðaafurð sem byggist á norrænum hráefnum og aðferðum.
Matarblaðamaður/Miðlun um mat 2019
Veitt einstaklingi, sögumanni, miðli eða útgáfu sem ber út hróður norrænnar matarmenningar.
Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019
Veitt einstaklingi eða stofnun sem hefur unnið mikið starf til að auka gæði og efla norræna matarmenningu í opinberum máltíðum.
Mataráfangastaður Norðurlanda 2019
Veitt samtökum, stofnun eða samfélagi sem hefur sameinað hráefnisframleiðendur, veitingastaði og aðra viðkomandi í að efla tiltekinn stað með matarmenningu, samstarfi og samvinnu.
Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019
Verðlaunin verða veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa þróað hugmynd eða hugmyndafræði sem stuðlar með marktækum hætti að því að auka þekkingu og kunnáttu komandi kynslóða hvað norræn matvæli og matarmenningu varðar.
Hægt er að skrá þátttakendur í Emblu til og með 31. mars. Skráningin er einföld og fljótleg á vefsíðunni www.emblafoodawards.com. Þar má einnig fræðast betur um verðlaunin og tilurð þeirra.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa