Markaðurinn
Nordés Atlantic Galician Gin | Globus
Einstakt gin fyrir kröfuharða frá norð–vestur hluta Spánar. Að grunni til unnið úr Albarino hvítvínsþrúgunni ásamt 12 mismunandi berjum og kryddum trjá og jurta. Eimingartíminn er langur og varfærinn sem dregur enn frekar fram einkennin frá svæðinu, víngrunni og kryddum. Nordés er einstaklega kryddað þar sem greina má í angan þess hvít blóm, greni ásamt sítrus, engifer og mintu. Gæti skapað minningu um dvöl í grenilund eftir góðan rigningaskúr .
Í munni er það ferskt, kryddað og ávaxtraríkt. Frábært gin sem best er að drekka ískalt, eitt og sér, með eða án klaka. Ef blanda á með t.d.Tonic er best að velja Tonic sem er í þurrasta kantinum.
Galisía er eitt fallegasta hérað Spánar en jafnframt líklega eitt af þeim sem Íslendingar þekkja hvað minnst þótt að auknar vinsældir Jakobsvegarins hafi vissulega fjölgað ferðum þeirra sem að fara á þessar slóðir. Strandlengjan er skorin út af fjörðum sem að heimamenn nefna Rias og í sveitunum inn af fjörðunum er að finna besta hvítvínshérað Spánar, Rias Baixas (borið fram Ræas Bæsjas). Í Rias Baixas er fullur af graníti, það þarf ekki að skafa mikið ofan af elsta jarðvegslaginu til að komast niður á granítbergið. Svæðið er skógi vaxið og þarna rignir meira enn annastaðar á Spáni vegna nálægðar við Atlandshafið.
Verð
8.399kr.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti