Markaðurinn
Nordés Atlantic Galician Gin | Globus
Einstakt gin fyrir kröfuharða frá norð–vestur hluta Spánar. Að grunni til unnið úr Albarino hvítvínsþrúgunni ásamt 12 mismunandi berjum og kryddum trjá og jurta. Eimingartíminn er langur og varfærinn sem dregur enn frekar fram einkennin frá svæðinu, víngrunni og kryddum. Nordés er einstaklega kryddað þar sem greina má í angan þess hvít blóm, greni ásamt sítrus, engifer og mintu. Gæti skapað minningu um dvöl í grenilund eftir góðan rigningaskúr .
Í munni er það ferskt, kryddað og ávaxtraríkt. Frábært gin sem best er að drekka ískalt, eitt og sér, með eða án klaka. Ef blanda á með t.d.Tonic er best að velja Tonic sem er í þurrasta kantinum.
Galisía er eitt fallegasta hérað Spánar en jafnframt líklega eitt af þeim sem Íslendingar þekkja hvað minnst þótt að auknar vinsældir Jakobsvegarins hafi vissulega fjölgað ferðum þeirra sem að fara á þessar slóðir. Strandlengjan er skorin út af fjörðum sem að heimamenn nefna Rias og í sveitunum inn af fjörðunum er að finna besta hvítvínshérað Spánar, Rias Baixas (borið fram Ræas Bæsjas). Í Rias Baixas er fullur af graníti, það þarf ekki að skafa mikið ofan af elsta jarðvegslaginu til að komast niður á granítbergið. Svæðið er skógi vaxið og þarna rignir meira enn annastaðar á Spáni vegna nálægðar við Atlandshafið.
Verð
8.399kr.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






