Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nóg um að vera hjá Magga hjá Texasborgurum á Menningarnótt
Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Texasborgara við Grandagarð í samvinnu við Blúsmafíuna og Menningarnótt stendur að þriggja daga blúshátíð dagana 20. til 22. ágúst. Tónleikar verða alla dagana í stóru opnu tjaldi fyrir utan Texasborgara og trúbadorar og slakur blús verður inni á staðnum þar sem jafnframt verður slegið upp BBQ-veislu.
Hátíðin nær hámarki með stórtónleikum á menningarnótt sem hefjast um miðjan dag og standa fram að flugeldasýningu.
Ókeypis alla dagana
Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 19-23
Föstudaginn 21. ágúst kl. 19-23
Laugardaginn 22. ágúst kl. 15-22.45
Heitustu blúsarar landsins
Blúsband Björgvins Gíslasonar, Blússveit Jóns Ólafs, Strákarnir hans Sævars, Lame Dudes, Blúsþrjótarnir, Mood
BBQ veisla á Texasborgurum
Texas BBQ-diskur: nautarif, kjúklingavængir og grísakjöt með frönskum og hrásalati – 1.690 kr.
Texas BBQ-Pizza Pie – 990 kr.
Texas BBQ-borgari með frönskum – 1.490 kr.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun