Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Námsferð til Svíþjóðar – Fyrri hluti

Birting:

þann

Svíþjóð

Sunnudagsmorguninn 13. janúar s.l., voru 5 kokkar ( Alfreð Ómar Alfreðsson , Bjarni Gunnar Kristinsson , Brynjar Eymundsson, RagnarÓmarsson og Sverrir halldórsson ) mættir upp í Flugstöð Leifs Eirikssona (www.airport.is ) um 7 leitið í brekkara og á leið til Gautaborgar, þó svo að stöðin hafið stækkað þá virðist matar úrvalið lítið breytast, hlaðborð eða sveittar skinkusamlokur í haug af álpappír, en engir hamborgarar, ekki afgreiddir svona snemma, ég þori að fullyrða að sala á þeim yrði meiri en á þeirri sveittu, maður þurfti bara að líta yfir salinn til að sannfærast, og ef Nizza presturinn fengi einhverju ráðið þarna yrði breyting þar á.

Út í relluna og í loftið, kafteinninn galar 3 tíma flug og ekkert við því að gera bara slaka á og bíða, og um það bil 3 tímum seinna lenti vélin á Kastrup flugvelli við Kaupmannahöfn ( www.kastrup.dk ) þar inn og tekinn rúntur um fríhöfnina, svo var tekin ákvörðun að fá sér lunch og varð fyrir valinu Hereford veitingastaðurinn og fengu við flestir Hakkabuff með bakaðri kartöflu og kryddsmjöri ekta danskt og dejligt og fóru menn sáttir frá matarborðinu.

Þá var kominn tími á að ganga um borð í SAS vélina sem fljúga skyldi með okkur til Gautaborgar en það flug er um hálftími, upp og 1 djús og svo var lent á Landvetter flugvellinum, ( www.landvetter.lfv.se ) á móti okkur tók foringi sænska landsliðsins Krister Dahl, farið út í bíl sem reyndist vera fjallaútgáfa af Land Rover Defender  þessum gamla hrá bíl, keyrði hann eins og óður maður og hafði maður á tilfinningunni að hann hefði gleymt potti á hellunni, en við áttum að gista á hótelinu þar sem hann er chef, Hállsnás konferans & Affársklubb ( www.hallsnas.se ) og námskeiðið yrði þar líka.

Komu við okkur fyrir og slökuðum aðeins á, en þar sem við vorum eina liðið sem var mætt var ákveðið að við færum inn til Gautaborgar til að snæða kvöldverð.

Krista pantaði borð fyrir okkur á Gothia Towers hótelinu ( www.gothiatowers.com ) á ressa sem heitir heven 23, en hann er á 23 hæð byggingarinnar, hann skutlaði okkur í þessu járnbraki sem kallast Land Rover niður á hótelið.

Inn og upp á þá 23. og þar sáum við hvernig Svíar leysa reykvandamálið, mitt á milli veitingasalarins og barsins var herbergi með glerveggjum, sæti fyrir 15 – 20 manns, öskubakkar á miðju gólfi, góð loftræsting og engin reykjarlykt, þó svolítil umferð væri um hurðina, flott lausn á erfiðu máli.

Inn í veitingasalinn og átt náðugt kvöld með góðum mat og í góðum félagskap, svo kom að uppgjörinu og nú skulu þið ágætu lesendur halda ykkur fast áður en lestrinum er áframhaldið, Brynjar var búinn að flagga nýju korti frá Glitni og vildi borga með kortinu og svo áttum við hinir að borga honum í peningum, séðir þessir bankamenn, en ekki er allt sem sýnist, kortinu var hafnað og ekki einu sinni heldur tvisvar og sá maður hvernig litabreyting varð í andliti hans, æðar útþandar og allt á suðupunkti, minnti það mann á þegar stóri gufupotturinn sprakk á Sögu um árið, grafarþögn, hrekkur þá út úr Alla við borðið, við hjá Kaupþingi getum lánað þér og allir sprungu og allt fór vel á endanum, en það voru aðilar á Íslandi sem fengu að svitna aðeins út af þessu.

Farið heim á hótel þar sem námskeiðið átti að byrja næsta morgun.

Sjá einnig:

Námsferð til Svíþjóðar – Seinni hluti

 

Kveðja
Sverrir Halldórsson, matreiðslumeistari

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið