Sigurður Már Guðjónsson
Næsti Dunkin’ á Blómatorgið
Nýtt Dunkin’ Donuts kaffihús verður opnað á Blómatorginu svokallaða í Kringlunni. Þar verða sæti fyrir um þrjátíu til fjörtíu manns og opnað verður öðru megin við næstu mánaðarmót.
Þetta segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar í samtali við mbl.is. Blómatorgið er þar sem blómabúðin í Kringlunni er, rétt hjá verslun Lyf og Heilsu, í miðju göngugötunnar.
Blómabúðin verður flutt í rýmið þar sem verslun Levi’s var áður, á móti Lyf og Heilsu. Rýminu hefur þá verið skipt í tvennt og verður rúmfataverslunin Lín Design einnig opnuð þar.
Sigurjón segist spenntur fyrir komu kleinuhringjakeðjunnar í Kringluna og bætir við að ekki sé búið að ákveða opnunardagsetningu en telur víst að það verði í lok október eða byrjun nóvember.
Við viljum hafa allt sem fólk er að sækja í. Það er hugmyndafræði hússins að allir sem í því eru hafi aðdráttarafl á vissan þátt,
segir hann í samtali við mbl.is.
10 starfsmenn til viðbótar
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi, hefur áður sagt að gert sé ráð fyrir að ráða þurfi tíu manns á kaffihúsið í Kringluna en þá verða starfsmenn Dunkin’ á Íslandi alls þrjátíu talsins.
Til stendur að Dunkin’ Donuts staðirnir verði orðnir 16 talsins á Íslandi eftir fimm ár.
Greint frá á mbl.is.
Mynd: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars