Markaðurinn
Næringarík spergilkálssúpa með lauk og sellerí
Innihaldslýsing:
2-3 msk ólífuolía
250 g laukur
100 g sellerí
1 kg spergilkál
1 1/2-2 ltr vatn/grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur
3-4 lárviðarlauf
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Leiðbeiningar:
Laukurinn skorinn smátt og settur í pott ásamt ólífuolíunni.
Leyft að malla á lágum hita í 5-6 mínútur, áður en smátt skornu selleríi er bætt saman við.
Spergilkálið skorið til og bætt í pottinn, stilkarnir skrældir og skornir í litla bita og blómin í örlítið stærri bita.
Þessu leyft að malla þar til allt er orðið vel mjúkt.
Örlitlu sjávarsalti er bætt í pottinn og meira vatni ef þarf.
Sjóðið súpuna í smástund, eða þar til allt er orðið vel soðið í gegn.
Maukið allt vel, hitið upp og smakkið til með salt og pipar.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Sigurveig Káradóttir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






