Markaðurinn
Næringarík spergilkálssúpa með lauk og sellerí
Innihaldslýsing:
2-3 msk ólífuolía
250 g laukur
100 g sellerí
1 kg spergilkál
1 1/2-2 ltr vatn/grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur
3-4 lárviðarlauf
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Leiðbeiningar:
Laukurinn skorinn smátt og settur í pott ásamt ólífuolíunni.
Leyft að malla á lágum hita í 5-6 mínútur, áður en smátt skornu selleríi er bætt saman við.
Spergilkálið skorið til og bætt í pottinn, stilkarnir skrældir og skornir í litla bita og blómin í örlítið stærri bita.
Þessu leyft að malla þar til allt er orðið vel mjúkt.
Örlitlu sjávarsalti er bætt í pottinn og meira vatni ef þarf.
Sjóðið súpuna í smástund, eða þar til allt er orðið vel soðið í gegn.
Maukið allt vel, hitið upp og smakkið til með salt og pipar.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Sigurveig Káradóttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið