Vertu memm

Markaðurinn

Næringarík spergilkálssúpa með lauk og sellerí

Birting:

þann

Næringarík spergilkálssúpa með lauk og sellerí

Innihaldslýsing:

2-3 msk ólífuolía

250 g laukur

100 g sellerí

1 kg spergilkál

1 1/2-2 ltr vatn/grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur

3-4 lárviðarlauf

Sjávarsalt

Hvítur pipar

Leiðbeiningar:

Laukurinn skorinn smátt og settur í pott ásamt ólífuolíunni.

Leyft að malla á lágum hita í 5-6 mínútur, áður en smátt skornu selleríi er bætt saman við.

Spergilkálið skorið til og bætt í pottinn, stilkarnir skrældir og skornir í litla bita og blómin í örlítið stærri bita.

Þessu leyft að malla þar til allt er orðið vel mjúkt.

Örlitlu sjávarsalti er bætt í pottinn og meira vatni ef þarf.

Sjóðið súpuna í smástund, eða þar til allt er orðið vel soðið í gegn.

Maukið allt vel, hitið upp og smakkið til með salt og pipar.

Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Sigurveig Káradóttir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið