Markaðurinn
Næringarík spergilkálssúpa með lauk og sellerí
Innihaldslýsing:
2-3 msk ólífuolía
250 g laukur
100 g sellerí
1 kg spergilkál
1 1/2-2 ltr vatn/grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur
3-4 lárviðarlauf
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Leiðbeiningar:
Laukurinn skorinn smátt og settur í pott ásamt ólífuolíunni.
Leyft að malla á lágum hita í 5-6 mínútur, áður en smátt skornu selleríi er bætt saman við.
Spergilkálið skorið til og bætt í pottinn, stilkarnir skrældir og skornir í litla bita og blómin í örlítið stærri bita.
Þessu leyft að malla þar til allt er orðið vel mjúkt.
Örlitlu sjávarsalti er bætt í pottinn og meira vatni ef þarf.
Sjóðið súpuna í smástund, eða þar til allt er orðið vel soðið í gegn.
Maukið allt vel, hitið upp og smakkið til með salt og pipar.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Sigurveig Káradóttir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






