Markaðurinn
Næringarík spergilkálssúpa með lauk og sellerí
Innihaldslýsing:
2-3 msk ólífuolía
250 g laukur
100 g sellerí
1 kg spergilkál
1 1/2-2 ltr vatn/grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur
3-4 lárviðarlauf
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Leiðbeiningar:
Laukurinn skorinn smátt og settur í pott ásamt ólífuolíunni.
Leyft að malla á lágum hita í 5-6 mínútur, áður en smátt skornu selleríi er bætt saman við.
Spergilkálið skorið til og bætt í pottinn, stilkarnir skrældir og skornir í litla bita og blómin í örlítið stærri bita.
Þessu leyft að malla þar til allt er orðið vel mjúkt.
Örlitlu sjávarsalti er bætt í pottinn og meira vatni ef þarf.
Sjóðið súpuna í smástund, eða þar til allt er orðið vel soðið í gegn.
Maukið allt vel, hitið upp og smakkið til með salt og pipar.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Sigurveig Káradóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann