Keppni
Myndir frá Kokkur Ársins 2017
Keppnin um titilinn Kokkur Ársins 2017 stendur sem hæst í Flóa í Hörpu og lýkur kl 22.00, þar sem keppendur elda 3ja rétta matseðil í IKEA eldhúsum með hráefni frá Nettó.
Fjölmargir gestir hafa fylgst með keppninni í allan dag. Gestir sem tryggðu sér miða á sérstakan Kokkalandsliðs kvöldverð samhliða keppninni fá að fylgjast með síðustu réttunum sem koma úr eldhúsum keppenda.
Keppendur sem keppa um titilinn Kokkur ársins 2017:
- Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
- Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
- Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
- Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
- Víðir Erlingsson – Bláa Lónið
Gummi Ben heldur uppi keppnisstemningu og Eyþór Ingi og landsliðið spila í takt. Um val sigurvegarans sér fjölskipuð 11 manna dómnefnd sem fylgir eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkar allan matinn.
- Yfirdómari Krister Dahl og Bjarni Viðar Þorsteinsson frá Sjávargrillinu
- Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
- Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
- Rúnar Pierre Heriveaux
Yfirdómari er Krister Dahl frá Svíþjóð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar mun síðan krýna Kokk ársins 2017 í lok kvölds.
Bein útsending
Boðið verður upp á beina útsendingu í kvöld sem hægt er að horfa á með því að smella hér.
Myndir tók Sigurjón Sigurjónsson
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið14 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu











