Vertu memm

Keppni

Myndir frá forkeppninni Matreiðslumaður ársins 2015

Birting:

þann

Forkeppni - Matreiðslumaður ársins 2015

Dómarar að störfum

Eins og fram hefur komið, þá liggja úrslit fyrir um hverjir koma til með að keppa um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 sunnudaginn næstkomandi, 1. mars.

Forkeppni - Matreiðslumaður ársins 2015

Komnir í úrslit
F.v. Atli Erlendsson, Axel Clausen, Steinn Óskar Sigurðsson og Kristófer H. Lord

Tíu matreiðslumenn tóku þátt í undanúrslitakeppninni sem haldin var á veitingastaðnum Kolabrautinni í dag og voru fjórir hlutskarpastir, þeir Atli Erlendsson  (Grillið Hótel Saga), Axel Clausen (Fiskmarkaðurinn), Kristófer Hamilton Lord (Lava Bláa Lónið) og Steinn Óskar Sigurðsson (Vodafone).

Í lokakeppninni munu keppendur standa frammi fyrir krefjandi og skemmtilegu verkefni, en þeim ber að elda forrétt og aðalrétt úr hráefnum upp úr óvissukörfu sem þeir fá kvöldið fyrir keppni. Tveir keppendur munu keppa fyrir hádegi og tveir eftir hádegi, en þeir hafa þrjá og hálfan tíma til að elda réttina sína fyrir sex gesti.

Eins og fyrr segir fer lokakeppnin fram á sunnudaginn í Hörpu og verða úrslit kynnt með verðlaunaafhendingu klukkan 17 sama dag. Gestir og gangandi eru hvattir til að mæta og fylgjast með, en nóg verður um að vera fyrir sælkera í Hörpu þar sem matarmarkaður Búrsins, lokakeppni Food & fun verður í húsinu sömu helgi.

 

Myndir: Rafn Rafnsson / Klúbbur matreiðslumeistara.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið