Bocuse d´Or
Myndir frá Bocuse d´Or veislunni í Súlnasal
Bocuse d´Or akademía Íslands hélt upp á að 20 ár eru síðan Ísland tók þátt í fyrsta sinn í þessari virtustu matreiðslukeppni heims sem er nefnd eftir Paul Bocuse. Að því tilefni var boðað til Bocuse d´Or kvöldverðar í Súlnasal Hótel Sögu þan 29. september s.l.
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
Næsti keppandi Íslands í Bocuse d´Or verður Bjarni Siguróli Jakobsson og mun hann keppa í lokakeppni Bocuse d´Or í Lyon Frakklandi í janúar 2019.
Matseðill kvöldsins ásamt vel völdum vínum sem Vínþjónar Glóbus völdu með réttum kvöldsins.
Canapé
Hákon Már Örvarsson 2001
Sturla Birgisson 1999
Sigurður Helgason 2015
Vín: Veuve Clicquot Brut
Bökuð Sólflúra
Hafþyrnisber, kremað egg, morgunfrú
Sigurður Laufdal 2013
Vín: Nederburg the winemaster Riesling 2017
Jarðskokkar
Gulbeður, agúrkur, piparrót, möndlur
Viktor Örn Andrésson 2017
Vín: Pfaffl Gruner Veltlinger Vom Haus 2017
Þorskur
Blómkál, epli, skelfisksósa
Þráinn Freyr Vigfússon 2011
Vín: Montes Alpha Chardonnay 2014
Fassone nautalund
Pancetta, kálfabris, kartöflur, sítrónublóðberg
Bjarni Siguróli Jakobsson 2018
Vín: E. Guigal Crozes-Hermitage 2015
Le meilleur 2007 repensé
Súkkulaði
Friðgeir Ingi Eiríksson 2007
Vín: Osborne LBV 2010
Kaffi og Björk
konfekt
Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar frá kvöldverðinum.
Vín: Globus
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni19 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann