Vertu memm

Bocuse d´Or

Myndir frá Bocuse d´Or veislunni í Súlnasal

Birting:

þann

Bocuse d´Or akademía Íslands 20 ára

Bocuse d´Or akademía Íslands hélt upp á að 20 ár eru síðan Ísland tók þátt í fyrsta sinn í þessari virtustu matreiðslukeppni heims sem er nefnd eftir Paul Bocuse. Að því tilefni var boðað til Bocuse d´Or kvöldverðar í Súlnasal Hótel Sögu þan 29. september s.l.

Bocuse d´Or akademía Íslands 20 ára

Friðgeir Eiríkson, Sturla Birgisson, Hákon Már Örvarsson, Viktor Örn Andrésson, Þráinn Freyr Vigfússon, Bjarni Siguróli Jakobsson og Sigurður Helgason

Bocuse d´Or akademía Íslands 20 ára

Jakob Magnússon, Friðrik Sigurðsson, Eiríkur Ingi Friðgeirsson og Hákon Már Örvarsson

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

Næsti keppandi Íslands í Bocuse d´Or verður Bjarni Siguróli Jakobsson og mun hann keppa í lokakeppni Bocuse d´Or í Lyon Frakklandi í janúar 2019.

Bocuse d´Or akademía Íslands 20 ára

Margir lögðu hönd á plóg

Bocuse d´Or akademía Íslands 20 ára

Landsliðskokkarnir Snædis Xyza Mae Jónsdóttir og Denis Grbic hjálpuðu til

Matseðill kvöldsins ásamt vel völdum vínum sem Vínþjónar Glóbus völdu með réttum kvöldsins.

Canapé
Hákon Már Örvarsson 2001
Sturla Birgisson 1999
Sigurður Helgason 2015
Vín: Veuve Clicquot Brut

Bökuð Sólflúra
Hafþyrnisber, kremað egg, morgunfrú
Sigurður Laufdal 2013
Vín: Nederburg the winemaster Riesling 2017

Jarðskokkar
Gulbeður, agúrkur, piparrót, möndlur
Viktor Örn Andrésson 2017
Vín: Pfaffl Gruner Veltlinger Vom Haus 2017

Þorskur
Blómkál, epli, skelfisksósa
Þráinn Freyr Vigfússon 2011
Vín: Montes Alpha Chardonnay 2014

Fassone nautalund
Pancetta, kálfabris, kartöflur, sítrónublóðberg
Bjarni Siguróli Jakobsson 2018
Vín: E. Guigal Crozes-Hermitage 2015

Le meilleur 2007 repensé
Súkkulaði
Friðgeir Ingi Eiríksson 2007
Vín: Osborne LBV 2010

Kaffi og Björk
konfekt

Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar frá kvöldverðinum.

Vín: Globus

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið