Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Myndir frá árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara

Birting:

þann

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara 2017

Andreas Jacobsen og Björn Bragi Bragason

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara var haldin á Hilton Hótel, laugardaginn 18. mars s.l. og var margt um manninn.  Þéttskipuð dagskrá var hjá félagsmönnum þar sem aðalfundur var haldinn sama dag.

Ný stjórn var kosin fyrir tímabilið 2017 til 2018:

  • Björn Bragi Bragason, forseti
  • Friðgeir Ingi Eiríksson, varaforseti
  • Andreas Jacobsen, gjaldkeri
  • Árni Þór Arnórsson, ritari
  • Ylfa Helgadóttir, meðstjórnandi
  • Jóhann Sveinsson, meðstjórnandi
  • Ragnar Marínó Kristjánsson, meðstjórnandi
  • Logi Brynjarsson, varamaður

Einnig var skipað í nefndir á aðalfundinum og eru þær sem hér segja.

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara 2017

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara 2017

Rapparinn og ofurtöffarinn Erpur Eyvindarson var veislustjóri og sló rækilega í gegn, eins og búast mátti við

Það er mál manna að árshátíðin hafi verið einstaklega vel heppnuð þetta árið og eiga allir þeir fjölmörgu sem að henni komu, á einn eða annan hátt, hrós skilið.

4ja rétta matseðill var á boðstólnum en það var snillingurinn Fannar Vernharðsson yfirmatreiðslumaður Vox ásamt sínu fólki sem töfraði fram hvern réttinn af öðrum sem hér segir:

  • Urriði
    Grafinn og létteldaður Urriði, rauðrófum, laxahrogn & yuzu majónes
  • Lifur og læri
    Andalifur & læri sveppir, ber & Brioche brauð
  • Naut
    Hægelduð nautalund & grísasíða ásamt gleymdum gulrótum, sveppum, perlulauk & portvínssósu
  • Súkkulaði
    Karamellu- & súkkulaðimús, hvítsúkkulaði & marengs
Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara 2017

Júlía Skarphéðinsdóttir og Jóhann Sveinsson heiðruð á árshátíðinni

Orðu og laganefnd klúbbsins hafði í nógu að snúast á árshátíðinni.  Meðlimir og aðstoðarmenn í Kokkalandsliðinu fengu viðurkenningar og medalíur fyrir frábæran árangur á Ólympíuleikunum en liðið hlaut fern verðlaun.

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara 2017

Hluti af Kokkalandsliðinu

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara 2017

Matreiðslunemar ársins Iðunn Sigurðardóttir og Karl Óskar Smárason

Iðunn Sigurðardóttir og Karl Óskar Smárason fengu pönnurnar frægu fyrir titilinn Matreiðslunemi ársins.

Júlía Skarphéðinsdóttir og Jóhann Sveinsson voru heiðruð með Cordon Bleu orðuna.  Orðan er veitt meðlimum fyrir vel unnin störf hjá Klúbbi Matreiðslumeistara og aðild í að lyfta faginu til virðingar og viðhalda góðum hefðum.

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara 2017

Happdrættið sló í gegn

Að sjálfsögðu var happdrættið á sínum stað og var stútfullt herbergi af vinningum í pottinum, en hægt er að skoða vinningana með því að smella hér.

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara 2017

…. og svo var tjúttað og trallað fram á rauða nótt

 

Myndir tók Þorgeir Ólafsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið