Nemendur & nemakeppni
Myndir frá a la carte æfingu framreiðslu-, og matreiðslunema – Met slegið í fjölda nemenda í bakara-, og kjötiðn
Í verklegri æfingu um daginn hjá þriðja bekk í framreiðslu og matreiðslu í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi þá var svokölluð A la carte æfing.
„Við erum með ca tvær svo leiðis æfingar á hverri önn og fjórar til fimm æfingar sem hafa samsettan seðil.
Eitt af því skemmtilegasta við þessar æfingar er að nemendurnir fá að leika lausum hala og búa sjálf til réttina alveg frá grunni.“
Sagði Haraldur Jóhann Sæmundsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans í samtali við veitingageirinn.is.
Á þessari æfingu voru tæplega 50 gestir og kostar 6000 kr per gest. Innifalið í því er maturinn og vínpörun.
Fjöldi gesta ræðst á því hversu margir nemendur eru á hverri önn.
Þessi tegund af æfingum er sett þannig upp að gestirnir koma inn á nokkrum mismunandi tímasetningum á tvö sex manna borð.
Framreiðslunemarnir byrja á því að bjóða upp á þrjá mismunandi kokteila fyrir hvert borð, kennarinn velur fyrir fram hvaða kokteila neminn á að gera og eru nemendur metnir út frá því hvernig þeir gera drykkina. Matreiðslunemarnir eru metnir út frá bragði á mat, framsetningu og mörgu öðru.
Nemendurnir æfa sig í mismunandi framsetningu á matnum og það er undir þeim komið að passa að bragðið á matnum tóni við vínið.
Met slegið í fjölda nemenda
Í vetur var nýtt met slegið í fjölda nemenda í Hótel og matvælaskólanum og fyrir þá sem hafa áhuga, þá er búið að opna fyrir umsóknir í verknámið hjá skólanum. Met var slegið í fjölda bakaranema á þessari önn og sama má segja um kjötiðnaðarnemana.
Matseðillinn var á þessa leið:
AMUSE BOUCHE
Grásleppusalat
kryddjurtarmajónes
Framreiðslunemendur hafa valið vín á hvert borð og munu útskýra fyrir gestum.
KALDIR FORRÉTTIR
Rauðrófuterrin
Rauðrófutoffie, rauðrófu rjómaostur, grænt pestó, heslihnetur og rifsberja vinaigrette
Lúðu þynnur
Sýrð kínahreðka, sjávartrufflu vinaigrette, hunangsmelónuperlur
Lambatartar
Sesamkex, rúgbrauð, jarðskokkaflögur
HEITIR FORRÉTTIR
Tómatseyði
Fylltur kirsuberjatómatur, tómat kex, fennel
Kjúklingalifur
Beikon-spínatsalat
Hörpuskel
Snjókrabba bisquet, saltaður hrognsekkur
AÐALRÉTTIR
Grænmetis Rossini
Sellerírót, Brioche, smjörsteiktir sveppir, tómatgljái
Rauðsprettu Ballontína
Kartöfluhreiður, beurre blanc
Peking önd
Pommes aligot, anda parfait, gulrætur
EFTIRRÉTTIR
Páskaegg
Súkkulaðitart,rifsberjagel, rifsberjacoulis
Úrval íslenskra osta
Kex, bláberjasulta
Baked Alaska
Svampbotn, appelsínuís, ítalskur marengs
Petit Four
Toffies, franskt núggat, truffla
Myndir: aðsendar / Hinrik Carl Ellertsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni15 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast