Nemendur & nemakeppni
Myndasafn: Brauð Kjöt og Vín
Að sögn Baldurs Sæmundssonar eru um 10 ár frá því að þessi hátíð var haldin í Hótel og Matvælaskólanum fyrst en ekki hefur hún verið öll árin heldur ráðist af því hversu margir nemendur í kjötiðn, bakara og framreiðslu hafa verið í 3 bekk.
Eitt aðalmarkmið með þessu er og verður að draga þær 2 iðngreinar sem vinna yfirleitt bak við luktar dyr inn á meðal neytenda og skapa grundvöll til beinna samskipta í tengslum við smökkun á hráefni sem hópurinn hefur lagað undir dyggri leiðsögn fagkennara skólans.
Aðkoma framreiðsludeildar snýr að salnum og þjónustu í kringum það svo sem með umhellingu ,flamberingu og upplýsingargjöf.
Meðal þess sem var á boðstólunum var heimalöguð hráskinka, reyktur og grafinn lax og bleikja , ýmiskonar pylsur, 3 tegundir af villibráðarpatéum, lifrakæfa, frá bökurum kom orkuboltinn ( brauð sem hefur verið í hönnun í skólanum ), tómatbrauð, hvítlauksbrauð, brauð úr byggi frá þorvaldseyri svo eitthvað sé nefnt.
Verður að segja að þessi uppákoma er skólanum til mikillar fyrirmyndar og óskum við þess innilega á freisting.is að þetta verði til að efla eldmóð þeirrra í áðurnefndum stéttum til að koma fram á völlinn og verða með.
Einnig vakti það eftirtekt þegar á 3. tug kjötiðnaðarmeistarar gengu í salinn í fullum skrúða, en þeir höfðu haldið fund þennan sama dag í skólanum ég segi bara flott hjá ykkur.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa