Viðtöl, örfréttir & frumraun
Moss fær Michelin stjörnu – Agnar: „Þetta eru frábær tíðindi…“ – Vídeó
Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu hefur hlotið hina eftirsóttu Michelin stjörnu. Þetta var kunngjört við hátíðlega athöfn í Turku í gær.
„Þetta eru frábær tíðindi, Michelin stjarna hefur gríðarleg áhrif og það á ábyggilega snjóbolti eftir að fara af stað. Fleiri vilja koma til okkar og mögulega eyða meiri peningum.
Á móti kemur auðvitað meiri pressa, að standa undir væntingum.“
Segir Agnar Sverrisson, yfirkokkur á Moss í samtali við Morgunblaðið sem fjallar nánar um málið hér.
Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og eins og áður segir þá bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides.
En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt?
„Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“
Sagði Agnar í samtali við visir.is, en innslagið er hægt að horfa á í meðfylgandi myndbandi:
Mynd: Moss Restaurant
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







