Viðtöl, örfréttir & frumraun
Moss fær Michelin stjörnu – Agnar: „Þetta eru frábær tíðindi…“ – Vídeó
Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu hefur hlotið hina eftirsóttu Michelin stjörnu. Þetta var kunngjört við hátíðlega athöfn í Turku í gær.
„Þetta eru frábær tíðindi, Michelin stjarna hefur gríðarleg áhrif og það á ábyggilega snjóbolti eftir að fara af stað. Fleiri vilja koma til okkar og mögulega eyða meiri peningum.
Á móti kemur auðvitað meiri pressa, að standa undir væntingum.“
Segir Agnar Sverrisson, yfirkokkur á Moss í samtali við Morgunblaðið sem fjallar nánar um málið hér.
Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og eins og áður segir þá bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides.
En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt?
„Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“
Sagði Agnar í samtali við visir.is, en innslagið er hægt að horfa á í meðfylgandi myndbandi:
Mynd: Moss Restaurant
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir