Viðtöl, örfréttir & frumraun
Moss fær Michelin stjörnu – Agnar: „Þetta eru frábær tíðindi…“ – Vídeó
Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu hefur hlotið hina eftirsóttu Michelin stjörnu. Þetta var kunngjört við hátíðlega athöfn í Turku í gær.
„Þetta eru frábær tíðindi, Michelin stjarna hefur gríðarleg áhrif og það á ábyggilega snjóbolti eftir að fara af stað. Fleiri vilja koma til okkar og mögulega eyða meiri peningum.
Á móti kemur auðvitað meiri pressa, að standa undir væntingum.“
Segir Agnar Sverrisson, yfirkokkur á Moss í samtali við Morgunblaðið sem fjallar nánar um málið hér.
Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og eins og áður segir þá bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides.
En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt?
„Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“
Sagði Agnar í samtali við visir.is, en innslagið er hægt að horfa á í meðfylgandi myndbandi:
Mynd: Moss Restaurant
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







