Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Moss fær Michelin stjörnu – Agnar: „Þetta eru frábær tíðindi…“ – Vídeó

Birting:

þann

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson

Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu hefur hlotið hina eftirsóttu Michelin stjörnu. Þetta var kunngjört við hátíðlega athöfn í Turku í gær.

„Þetta eru frábær tíðindi, Michelin stjarna hefur gríðarleg áhrif og það á ábyggilega snjóbolti eftir að fara af stað. Fleiri vilja koma til okkar og mögulega eyða meiri peningum.

Á móti kemur auðvitað meiri pressa, að standa undir væntingum.“

Segir Agnar Sverrisson, yfirkokkur á Moss í samtali við Morgunblaðið sem fjallar nánar um málið hér.

Veisluþjónusta - Banner

Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og eins og áður segir þá bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides.

En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt?

„Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“

Sagði Agnar í samtali við visir.is, en innslagið er hægt að horfa á í meðfylgandi myndbandi:

Mynd: Moss Restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið