Frétt
Mistök við merkingu á Hvítlauksosti
Mjólkursamsalan bendir neytendum á mistök sem urðu við merkingu á Hvítlauksosti með best fyrir dagsetningarnar 5. júní og 18. júní 2019. Hluti innihaldslýsingar vantaði á umbúðir og duttu út upplýsingar um að varan innihaldi sellerí, hveiti og soja.
Þeir neytendur sem eru með ofnæmi og óþol fyrir þessum innihaldsefnum eru varaðir við en fyrir aðra er varan neysluhæf. Neytendur með ofnæmi eða óþol sem hafa keypt vöruna er velkomið að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt eða til Mjólkursamsölunnar. Dreifing/sala vörunnar með þessari merkingu hefur verið stöðvuð og Matvælastofnun látin vita.
Mynd: ms.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar






