Frétt
Mikilvægur áfangi í fríverslun við Kína
Utanríkisráðherra Íslands og Tollamálaráðherra Kína undirrituðu í dag samninga um frekari fríverslun við Kína hjá Matvælastofnun á Selfossi. Matvælastofnun hefur unnið að samningsgerðinni undanfarin fjögur ár með það að markmiði að opna markaði fyrir íslenskar afurðir. Samningarnir gera framleiðendum kleift að flytja út íslenskar fiskeldisafurðir, fiskimjöl, lýsi og ull til Kína.
Í undirritun þriggja nýrra bókana við fríverslunarsamning Íslands og Kína felst viðurkenning á heilbrigðiskröfum fyrir ofangreindar afurðir. Samið var um skilyrði til útflutnings á lambakjöti til Kína í haust.
Samningarnir eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Útflutningur er háður skilyrðum þarlendra yfirvalda og heilbrigðisvottorði frá Matvælastofnun.Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!