Frétt
Mikilvægur áfangi í fríverslun við Kína
Utanríkisráðherra Íslands og Tollamálaráðherra Kína undirrituðu í dag samninga um frekari fríverslun við Kína hjá Matvælastofnun á Selfossi. Matvælastofnun hefur unnið að samningsgerðinni undanfarin fjögur ár með það að markmiði að opna markaði fyrir íslenskar afurðir. Samningarnir gera framleiðendum kleift að flytja út íslenskar fiskeldisafurðir, fiskimjöl, lýsi og ull til Kína.
Í undirritun þriggja nýrra bókana við fríverslunarsamning Íslands og Kína felst viðurkenning á heilbrigðiskröfum fyrir ofangreindar afurðir. Samið var um skilyrði til útflutnings á lambakjöti til Kína í haust.
Samningarnir eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Útflutningur er háður skilyrðum þarlendra yfirvalda og heilbrigðisvottorði frá Matvælastofnun.Mynd: mast.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður