Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mikill metnaður á jólahlaðborði Rauðku
Rauðka á Siglufirði býður upp á glæsilegt jólahlaðborð í aðdraganda jóla nú sem endranær. Jólahlaðborðið sem hófst 16. nóvember s.l. verður alla föstudaga og laugardaga til 15. desember.
Þessi kvöld eru vinsæl bæði hjá hópum og einstaklingum og eru einungis nokkur sæti laus.
„Það eru þegar vel yfir þúsund manns búnir að bóka í hlaðborðið hjá okkur“
sagði Halldóra Guðjónsdóttir, framreiðslumaður og rekstraraðili hjá Sigló veitingum, í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um aðsóknina.
Húsið opnar klukkan 18:30 þar sem tekið er á móti gestum í fordrykk í veislusal Rauðku.
Skemmtiatriði, veislustjórn og tónlist verða yfir borðhaldinu. Sturlaugur Kristjánsson og Daníel Pétur Daníelsson betur þekktir sem Stúlli og Danni sjá svo um að spila fyrir dansi á ballinu.
Veglegur matseðill er á boðstólnum eins og sjá má hér að neðan og er nær allt unnið frá grunni:
Forréttir
Sítrus grafinn lax með sinnepssósu
Reyktur lax með piparrótarsósu
Úrval af síld með rúgbrauði og smjöri
Sveitapaté með beikoni og sveppum
Fiskipaté með “créme fresh”
Ferskt salat með papriku, tómötum, rauðlauki og fetaosti
Hægeldaður nætursaltaður þorskur með jurtum
Grafin gæs með sultuðum berjum
Bayonnes skinka með uppstúf og kartöflum
Hangikjöt
Waldorfsalat
Aðalréttir
Hunangsgljáð kalkúnabringa
Rósmarín legið lambalæri
Svína purusteik
Hvítvínssósa
Rjómalöguð villisveppasósa
Kartöflugratin
Bakað rótargrænmeti
Steikt rauðkál
Rósakál með beikoni
Eftirréttir
Frönsk súkkulaðikaka með sultuðum berjum
Kanil créme brúlée
Jarðaberja pavlova
Ferskir ávextir og súkkulaðibrunnur
Verð: 9800
Myndir: Sigló veitingar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum