Bocuse d´Or
Mikil stemning hjá Íslenska Bocuse d´Or liðinu | Strákarnir fengu sér Foie gras í tilefni Bóndadagsins
Aðfaranótt fimmtudags lögðum við af stað til Lyon. Með okkur tókum við yfir 200 kg af hráefni ásamt farangri. Flugum beint til París, lentum þar í smá veseni því að allt hráefnið týndist í um 4 klukkutíma.
Eftir að hafa endurheimt allan farangur keyrðum við þvert yfir Frakkland til Lyon þar sem við gistum á hóteli í útjaðri bæjarins. Þar erum við með um 70 fermetra fundarherbergi og erum við búnir að stilla upp öllu fyrir keppnina þar.
Smávægilegar skemmdir voru á fraktinni sem við sendum út s.l. sunnudag á undan okkur, en húsvörður hótelsins stökk til og aðstoðaði okkur. Eftir að hafa lokið verkum gærdagsins fórum við í bíltúr um bæinn og skoðuðum verslun Metro sem einn stærsti bakhjarl Bocuse D’or keppninnar. Þar versluðum við ferska perluhænu, nákvæmlega þá sem Siggi kemur tilmeð að nota í keppninni, til þess að fínpússa loka myndina.
Um kvöldið fórum við út að borða á Le Bistrot de Lyon og fengum okkur andalifur og fleira í tilefni Bóndadagsins.
Í dag erum við byrjaðir að vinna hráefnin og undirbúa þau fyrir keppnina. Skjótumst síðan í miðbæinn á eftir til þess að skoða matarmarkaðinn og leita að betra hráefni en það sem við tókum að heiman, sem við munum þá nota í staðinn.
Mikil stemning er í liðinu og allir spenntir fyrir framhaldinu.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“10″ ]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin