Vertu memm

Keppni

Mikil gróska í íslenskri barmenningu – Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands

Birting:

þann

Mikil gróska í íslenskri barmenningu - Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands

Fundargestir

Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands og keppnin um hraðasta barþjóninn var haldin í gær með Pomp og Prakt á Sæta Svíninu!

Sjá einnig: Deividas Deltuvas hreppti titilinn Hraðasti barþjónn Íslands

Dagskrá fundarins fól m.a. í sér kosningu tveggja stjórnarmeðlima og forseta til tveggja ára. Byrjað var á því að kynna störf klúbbsins og var farið yfir líðandi ár.

Einnig var Heimsmeistarmót barþjóna til umræðu, en það fer fram í Róm í lok nóvember og er það Grétar Matthíasson sem keppir fyrir Íslands hönd.

Margir nýir meðlimir skráðu sig í klúbbinn og má þar með sjá að flóra íslenskrar barmenningu fer sífellt stækkandi.

Rætt var um framtíðarhorfur og verkefni klúbbsins en vakin var athygli á stærsta kokteila-viðburð ársins Reykjavík Cocktail Weekend, en sú mikla veisla verður haldin daganna 3. – 7. apríl þar sem Íslandsmeistarmótið fer einnig fram og er því mikið í vændum. Tekið var fram að Reykjavík Cocktail Weekend 2024 verður stærri og glæsilegri en aldrei áður.

Mikil gróska í íslenskri barmenningu - Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands

Eftir stjórnarkosningar myndaðist stjórn sem helst eins þó með smávægilegum breytingum.

Í stjórn eru því Teitur Riddermann Schiöth kjörinn forseti, Elna María Tómasdóttir, Grétar Matthíasson, Helgi Aron Ágústsson, Ivan Svanur Corvasce, Benjamín Reynir Jóhannsson og Svavar Helgi Ernuson. Varamenn eru Adam Kapsa og Elvar Halldór Hróar Sigurðsson.

Mikil gróska í íslenskri barmenningu - Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands

Svavar Helgi og Helgi Aron

Myndir tók Ómar Vilhelmsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið