Sverrir Halldórsson
Michelin stjörnumatur á Kastrup flugvelli
Þeir segja að það hafi ekki verið möguleiki á svo háum gæðum í mat á flugvellinum fyrr. En þrír Michelin stjörnukokkar hafa sett upp popup veitingastað í fríhöfninni á flugvellinum og er staðurinn staðsettur rétt hjá fríhöfninni og öryggishliðinu.
Þeir kokkar sem tóku sig saman og gera þetta mögulegt eru þeir Thomas Rode frá Kong Hans, Mikkel Marschall frá Kadeau og David Johansen frá Kokkeriet, og er hægt að kaupa 3ja rétta seðil fyrir 279 krónur danskar. Mun þetta vera á boðstólunum til 29. september og skiptast þeir á að elda.
Staðurinn verður opinn frá kl. 07°° á morgnana með morgunmat til kl. 10:00 og frá kl. 11:00 til 20:00 er dagsseðill í gangi.
Ég hvet matarunnendur sem leið eiga um Kastrup að kíkja þarna inn og fá sér stjörnumat á tombóluverði.
Mynd: cph.dk
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.