Uppskriftir
Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósu – Snorri: „Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!“
Hér eru sumarborgararnir mættir! Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar majó, beikon, jalapeno, cheddar og taco krydd koma saman í dúnmjúku kartöflubrauðinu og maður fær bara ekki nóg.
Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!
Fyrir 4:
Smassborgarar, 4x 120 g
Taco krydd, 1,5 msk / Ég notaði El Paradiso
Kartöflu hamborgarabrauð, 4 stk
Amerískur cheddar ostur, 4 sneiðar
Beikon, 8 sneiðar
Tómatur, 2 stk
Rauðlaukur, 1 stk
Salatblanda, 40 g
Heinz Seriously good mayo, eftir smekk
Heinz mayo mix, eftir smekk
Mission salsasósa, 120 ml
Jalapeno eftir smekk
Kóríander eftir smekk. Franskar
Forhitið ofn í 180°C með blæstri.
- Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.
- Sneiðið tómata og rauðlauk. Rífið salatblöndu eftir smekk.
- Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu eða í efri grind á grilli.
- Kryddið borgarana rausnarlega með taco kryddi á báðum hliðum. Steikið eða grillið borgarana í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ost á kjötið þegar því er snúið.
- Smyrjið brauðin með majónesi og raðið svo salatblöndu, kjöti, salsasósu, jalapeno, lauk, tómötum og beikoni í brauðin. Saxið kóríander og stráið yfir borgarana áður en þeim er lokað.
- Berið fram með frönskum og Heinz mayomix sósu.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







