Uppskriftir
Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósu – Snorri: „Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!“
Hér eru sumarborgararnir mættir! Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar majó, beikon, jalapeno, cheddar og taco krydd koma saman í dúnmjúku kartöflubrauðinu og maður fær bara ekki nóg.
Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!
Fyrir 4:
Smassborgarar, 4x 120 g
Taco krydd, 1,5 msk / Ég notaði El Paradiso
Kartöflu hamborgarabrauð, 4 stk
Amerískur cheddar ostur, 4 sneiðar
Beikon, 8 sneiðar
Tómatur, 2 stk
Rauðlaukur, 1 stk
Salatblanda, 40 g
Heinz Seriously good mayo, eftir smekk
Heinz mayo mix, eftir smekk
Mission salsasósa, 120 ml
Jalapeno eftir smekk
Kóríander eftir smekk. Franskar
Forhitið ofn í 180°C með blæstri.
- Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.
- Sneiðið tómata og rauðlauk. Rífið salatblöndu eftir smekk.
- Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu eða í efri grind á grilli.
- Kryddið borgarana rausnarlega með taco kryddi á báðum hliðum. Steikið eða grillið borgarana í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ost á kjötið þegar því er snúið.
- Smyrjið brauðin með majónesi og raðið svo salatblöndu, kjöti, salsasósu, jalapeno, lauk, tómötum og beikoni í brauðin. Saxið kóríander og stráið yfir borgarana áður en þeim er lokað.
- Berið fram með frönskum og Heinz mayomix sósu.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita