Viðtöl, örfréttir & frumraun
Metnaðarfullur vínklúbbur – Myndir
Fyrir 5 árum síðan stofnuðu 4 vinir vínklúbb sem samanstendur af fagmönnum úr veitingageiranum og vínáhugafólki. Í dag eru meðlimir 12 talsins.
Alveg frá byrjun vínklúbbsins var ákveðið að hafa mikla fjölbreytni og þær flöskur sem fæstir hafa smakkað. Klúbburinn kemur saman tvisvar á ári.
Fyrst mættu meðlimir með eina flösku að verðmæti 8.000 kr. Metnaðurinn hjá klúbbmeðlimum er mikill og í dag mæta meðlimir með vínflösku að verðmæti 15.000 kr.
Vínsmakkið sem haldið var í byrjun febrúar s.l. var tileinkað nýja heiminum. Nýi heimurinn eru lönd eins og t.d. Argentína, Chile, Bandaríkin, en það voru einnig vín frá gamla heiminum. Hvítvín eru einnig í boði, en lítið úrval er af þeim þar sem það er mjög takmarkað til af hvítvíni yfir 8000 kr. hér á Íslandi sem er ekki Franskt.
Kampavín eða mjög vandað freyðivín fær alltaf að fljóta með.
Vínin sem voru opnuð við þetta smakk voru:
N1 Saint-Cernin blanc, Limoux, Frakkland
Chateau Fuisse Pouilly Fuissé Le Clos Monopole, Bourgogne, Frakkland
Bava Barolo, Piedmont, Ítalía
Kollwentz Steinzeiler, Burgenland, Austurríki
Marimar Estate Pinot Noir, Russian River Valley, Bandaríkin
Isole e Olena Cepparello, Toscana, Ítalía
Chryseia, Douro, Portugal
Trivento Eolo, Mendoza, Argentina
BLANKbottle Jaa Bru, Western Cape, Suður Afríka
BLANKbottle The Bomb, Stellenbosch, Suður Afríka
BLANKbottle The White Bomb, Franschhoek, Suður Afríka
Kampavínin sem voru í þetta skipti, voru: Wessman One Rosé og Billecart Salmon Brut
Vínklúbburinn stefnir á það að flytja inn sitt eigið vín til að bæta við fjölbreytileikann á vínfundunum.
Það er alltaf matur í boði þegar meðlimir hittast og er hann fjölbreyttur, en þar elda meðlimir saman allskyns sælkerarétti, Lux veitingar eða take away.
Með fylgja myndir frá síðasta vínfundi.
Óhöpp gerast, en hér lentu tveir meðlimir í því að korkurinn á rauðvíninu var með morknum berki og þá var sigtað í gegnum kaffikorg eins og margir þekkja.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin