Markaðurinn
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
Bako Verslunartækni tekur hlutverk sitt alvarlega í að þjóna íslenska veitingamarkaðnum og láta ástríðukokkana njóta góðs af í leiðinni.
Nú nýverið bættist verulega í úrval fyrirtækisins af Japönskum kokkahnífum til viðbótar við vel þekktu Tamahagane og Kotetsu/Nosawa hnífana.
,,Við breikkum vöruvalið verulega til þess að geta þjónað sem flestum og er það mat þeirra sem séð hafa, að annað eins úrval af Japönskum hnífum sé vandfundið.”
Segir Sverrir Viðar Hauksson forstjóri Bako Verslunartækni aðspurður um fjölbreytnina sem er í boði.
,,Úrvalið er í öllum verð- og gæðaflokkum, stakir hnífar, hnífasett og allt sem þarf til að halda þeim í toppstandi.”,,Um er að ræða hnífa á lager frá 12 mismunandi framleiðendum í Japan og verðin eru frá rúmum 10.000 kr. og uppí tæpar 200 þúsund krónur. Fjölbreyttni í hönnun Japanskra hnífa er gríðarleg og tekur þar til gæða og eðli stálsins, stærðar og lögunar sem og annarra þátta.
Það úrval sem við erum nú þegar komin með í sýningarsalnum okkar á Draghálsi 22 endurspeglar hluta þessara möguleika en eins getum við útvegað fjölbreytt úrval til viðbótar með skömmum fyrirvara frá samstarfsaðila okkar, Japanese Knife Company í Evrópu. “
Tekur Sverrir Viðar fram í lokin og hvetur alla áhugasama um að kíkja endilega í heimsókn í sýningarsal Bako Verslunartækni og kynna sér fjölbreytt úrval gæða hnífa frá Japan.
Verslun Bako Verslunartækni er að Draghálsi 22, 110 Reykjavik.
Opið er mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8-17 og föstudaga frá kl. 8-16
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði