Markaðurinn
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
Bako Verslunartækni tekur hlutverk sitt alvarlega í að þjóna íslenska veitingamarkaðnum og láta ástríðukokkana njóta góðs af í leiðinni.
Nú nýverið bættist verulega í úrval fyrirtækisins af Japönskum kokkahnífum til viðbótar við vel þekktu Tamahagane og Kotetsu/Nosawa hnífana.
,,Við breikkum vöruvalið verulega til þess að geta þjónað sem flestum og er það mat þeirra sem séð hafa, að annað eins úrval af Japönskum hnífum sé vandfundið.”
Segir Sverrir Viðar Hauksson forstjóri Bako Verslunartækni aðspurður um fjölbreytnina sem er í boði.
,,Úrvalið er í öllum verð- og gæðaflokkum, stakir hnífar, hnífasett og allt sem þarf til að halda þeim í toppstandi.”,,Um er að ræða hnífa á lager frá 12 mismunandi framleiðendum í Japan og verðin eru frá rúmum 10.000 kr. og uppí tæpar 200 þúsund krónur. Fjölbreyttni í hönnun Japanskra hnífa er gríðarleg og tekur þar til gæða og eðli stálsins, stærðar og lögunar sem og annarra þátta.
Það úrval sem við erum nú þegar komin með í sýningarsalnum okkar á Draghálsi 22 endurspeglar hluta þessara möguleika en eins getum við útvegað fjölbreytt úrval til viðbótar með skömmum fyrirvara frá samstarfsaðila okkar, Japanese Knife Company í Evrópu. “
Tekur Sverrir Viðar fram í lokin og hvetur alla áhugasama um að kíkja endilega í heimsókn í sýningarsal Bako Verslunartækni og kynna sér fjölbreytt úrval gæða hnífa frá Japan.
Verslun Bako Verslunartækni er að Draghálsi 22, 110 Reykjavik.
Opið er mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8-17 og föstudaga frá kl. 8-16

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Frétt4 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara