Frétt
Matarvagnar ferðast um borgina – „Mathöll á hjólum“
Nú í ljósi þess að það er samkomubann næstu vikurnar, þá er mikil ásókn í “takeaway” og “delivery“ þessa dagana hjá veitingastöðum landsins.
Reykjavík Street Food verða með nýbreytni þar sem matarvagnar verða staðsettir inní hverfunum næstu helgar og vikur meðan þetta óvissu ástand stendur yfir.
Stefnan hjá Reykjavík Street Food er að matarvagnar verða á stórum bílastæðum, þar sem gestir geta komið á bílum sínum keyrt beint upp að vögnunum, og tekið matinn með sér. Gestir geta líka pantað á netinu hjá viðkomandi vagni og sótt á tilteknum tíma nú eða hringt.
Einnig er í vinnslu með möguleika á að vera með útkeyrslu (delivery) frá matarvögnunum.
Ferðast verður um helstu hverfin á stór Reykjavíkursvæðinu, með matarvagna og verða staðsetningar auglýstar sérstaklega á instagram og facebook síðu Reykjavik Street Food.
Það sem er framundan um helgina er:
Föstudagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 17 til 20.
Laugardagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 12 til 20.
Sunnudagur: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Frá kl 12 til 18.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





