Frétt
Matarvagnar ferðast um borgina – „Mathöll á hjólum“
Nú í ljósi þess að það er samkomubann næstu vikurnar, þá er mikil ásókn í “takeaway” og “delivery“ þessa dagana hjá veitingastöðum landsins.
Reykjavík Street Food verða með nýbreytni þar sem matarvagnar verða staðsettir inní hverfunum næstu helgar og vikur meðan þetta óvissu ástand stendur yfir.
Stefnan hjá Reykjavík Street Food er að matarvagnar verða á stórum bílastæðum, þar sem gestir geta komið á bílum sínum keyrt beint upp að vögnunum, og tekið matinn með sér. Gestir geta líka pantað á netinu hjá viðkomandi vagni og sótt á tilteknum tíma nú eða hringt.
Einnig er í vinnslu með möguleika á að vera með útkeyrslu (delivery) frá matarvögnunum.
Ferðast verður um helstu hverfin á stór Reykjavíkursvæðinu, með matarvagna og verða staðsetningar auglýstar sérstaklega á instagram og facebook síðu Reykjavik Street Food.
Það sem er framundan um helgina er:
Föstudagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 17 til 20.
Laugardagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 12 til 20.
Sunnudagur: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Frá kl 12 til 18.
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni5 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði