Markaðurinn
Matarsporið
Matarspor virkar þannig að skráðar eru uppskriftir ólíkra máltíða og hugbúnaðurinn stillir þá upp samanburði á kolefnisspori máltíðanna. Í Matarspori er hægt að setja inn upplýsingar um innflutning ef um er að ræða erlend matvæli. Kolefnissporið er síðan sett í samhengi við það hversu langt þyrfti að aka fólksbíl til að losa sama magn af gróðurhúsalofttegundum.
Til þess að sigrast á loftslagsvánni þarf að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Matarspor er verkfæri sem birtir kolefnisspor máltíða með myndrænum hætti og auðveldar þannig notendum að taka upplýsta ákvörðun um eigin neyslu. Matarspor er því vel til þess fallið að auka umhverfisvitund notenda og einnig til að þróa loftslagsvænni máltíðir.
Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir hugbúnaðinn og vinna svo nemendur stutt verkefni í lokin. Gott er að taka með sér tölvu en einnig er hægt að fá lánstölvu hjá Iðunni.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
16.01.2024 | þri. | 15:00 | 17:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
Hefst 16. jan. kl: 15:00
- Lengd: 2 klukkustundir
- Kennari: Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur
- Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
- Fullt verð: 6.900 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR2.000 kr.-
Valdís Axfjörð Snorradóttir [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla