Frétt
Mat og viðurkenning á erlendu námi
Frá og með 1. febrúar nk. tekur ENIC NARIC skrifstofan við afgreiðslu umsókna um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu erlendra iðnaðarmanna samkvæmt reglugerð nr. 585/2011. Verkefnið var áður hjá Menntamálastofnun, en þegar fyrir lá að sú stofnun yrði lögð niður var ákveðið að fela ENIC NARIC skrifstofunni að taka við verkefninu.
Hér eftir þurfa umsækjendur að beina umsóknum sínum til ENIC NARIC skrifstofunnar á vef hennar (enicnaric.is). Starfsmenn ENIC NARIC ganga úr skugga um að öll tilskilin gögn fylgi umsókn og senda hana við svo búið til umsagnar hjá fagaðilum, IÐUNNI fræðslusetri eða Rafmennt, eftir því um hvaða starfsgrein er að ræða.
Þegar umsögn fagaðila liggur fyrir afgreiðir ENIC NARIC skrifstofan umsóknina og leiðbeinir umsækjendum eftir atvikum um næstu skref, t.d. ef niðurstaðan leiðir til útgáfu sérstaks leyfisbréfs sem veitir rétt til starfa í löggiltri iðn hér á landi.
Þeir sem njóta góðs af þjónustunni eru bæði ríkisborgarar frá löndum EES-svæðisins og þegnar ríkja utan EES.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði






