Uppskriftir
Marsipanterta
2 stk. tertubotnar:
150 g smjör
150 g sykur
3 stk. egg
150 g hveiti
1 msk. kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
Aðferð:
Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli.
Blandið saman hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti og setjið varlega saman við smjörhræruna.
Setjið deigið í 2 smurð, lausbotna tertuform og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til botnarnir eru bakaðir.
Makkarónu- og ananasfylling:
250 g makkarónukökur u.þ.b. 150 g ananaskurl (niðursoðið)
100 g suðusúkkulaði, brœtt yfir vatnsbaði
3 1/2 dl rjómi, þeyttur.
Aðferð:
Bleytið makkarónukökurnar í ananaskurlinu. Hellið brædda súkkulaðinu saman við og síðan er þeytta rjómanum blandað varlega saman við.
Bleytið tertubotnana með ananassafa og setjið fyllinguna á milli.
Hjúpur og skraut:
3 dl rjómi, þeyttur
300 g marsipan, útflatt
4-6 stk. jarðarber, skorin til helminga
100 g suðusúkkulaði
Aðferð:
Kakan er smurð ofan á og í hliðunum með hluta af þeytta rjómanum. Þá er útflatta marsipanið mótað eftir kökunni og lagt ofan á.
Skreytið með rjóma og jarðarberjum.
Suðusúkkulaðið, brætt yfir vatnsbaði. Takið smjörpappír og penslið súkkulaðinu á hann þannig að úr verði stórar súkkulaðiflögur, 1-2 strokur á hverja flögu. Látið kólna, takið varlega af pappírnum og raðið á hliðar kökunnar og brjótið nokkrar niður og setjið í miðjuna.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala