Uppskriftir
Marsipanterta
2 stk. tertubotnar:
150 g smjör
150 g sykur
3 stk. egg
150 g hveiti
1 msk. kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
Aðferð:
Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli.
Blandið saman hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti og setjið varlega saman við smjörhræruna.
Setjið deigið í 2 smurð, lausbotna tertuform og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til botnarnir eru bakaðir.
Makkarónu- og ananasfylling:
250 g makkarónukökur u.þ.b. 150 g ananaskurl (niðursoðið)
100 g suðusúkkulaði, brœtt yfir vatnsbaði
3 1/2 dl rjómi, þeyttur.
Aðferð:
Bleytið makkarónukökurnar í ananaskurlinu. Hellið brædda súkkulaðinu saman við og síðan er þeytta rjómanum blandað varlega saman við.
Bleytið tertubotnana með ananassafa og setjið fyllinguna á milli.
Hjúpur og skraut:
3 dl rjómi, þeyttur
300 g marsipan, útflatt
4-6 stk. jarðarber, skorin til helminga
100 g suðusúkkulaði
Aðferð:
Kakan er smurð ofan á og í hliðunum með hluta af þeytta rjómanum. Þá er útflatta marsipanið mótað eftir kökunni og lagt ofan á.
Skreytið með rjóma og jarðarberjum.
Suðusúkkulaðið, brætt yfir vatnsbaði. Takið smjörpappír og penslið súkkulaðinu á hann þannig að úr verði stórar súkkulaðiflögur, 1-2 strokur á hverja flögu. Látið kólna, takið varlega af pappírnum og raðið á hliðar kökunnar og brjótið nokkrar niður og setjið í miðjuna.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni
-
Keppni3 dagar síðan
Brauðtertukeppni fagmanna frestað