Vertu memm

Uppskriftir

Marsipanterta

Birting:

þann

Egg - Uppskrift

2 stk. tertubotnar:

150 g smjör
150 g sykur
3 stk. egg
150 g hveiti
1 msk. kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft

Aðferð:
Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli.

Blandið saman hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti og setjið varlega saman við smjörhræruna.

Setjið deigið í 2 smurð, lausbotna tertuform og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til botnarnir eru bakaðir.

Makkarónu- og ananasfylling:

250 g makkarónukökur u.þ.b. 150 g ananaskurl (niðursoðið)
100 g suðusúkkulaði, brœtt yfir vatnsbaði
3 1/2 dl rjómi, þeyttur.

Aðferð:
Bleytið makkarónukökurnar í ananaskurlinu. Hellið brædda súkkulaðinu saman við og síðan er þeytta rjómanum blandað varlega saman við.

Bleytið tertubotnana með ananassafa og setjið fyllinguna á milli.

Hjúpur og skraut:

3 dl rjómi, þeyttur
300 g marsipan, útflatt
4-6 stk. jarðarber, skorin til helminga
100 g suðusúkkulaði

Aðferð:
Kakan er smurð ofan á og í hliðunum með hluta af þeytta rjómanum. Þá er útflatta marsipanið mótað eftir kökunni og lagt ofan á.

Skreytið með rjóma og jarðarberjum.

Suðusúkkulaðið, brætt yfir vatnsbaði. Takið smjörpappír og penslið súkkulaðinu á hann þannig að úr verði stórar súkkulaðiflögur, 1-2 strokur á hverja flögu. Látið kólna, takið varlega af pappírnum og raðið á hliðar kökunnar og brjótið nokkrar niður og setjið í miðjuna.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið