Uppskriftir
Marsipanterta
2 stk. tertubotnar:
150 g smjör
150 g sykur
3 stk. egg
150 g hveiti
1 msk. kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
Aðferð:
Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli.
Blandið saman hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti og setjið varlega saman við smjörhræruna.
Setjið deigið í 2 smurð, lausbotna tertuform og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til botnarnir eru bakaðir.
Makkarónu- og ananasfylling:
250 g makkarónukökur u.þ.b. 150 g ananaskurl (niðursoðið)
100 g suðusúkkulaði, brœtt yfir vatnsbaði
3 1/2 dl rjómi, þeyttur.
Aðferð:
Bleytið makkarónukökurnar í ananaskurlinu. Hellið brædda súkkulaðinu saman við og síðan er þeytta rjómanum blandað varlega saman við.
Bleytið tertubotnana með ananassafa og setjið fyllinguna á milli.
Hjúpur og skraut:
3 dl rjómi, þeyttur
300 g marsipan, útflatt
4-6 stk. jarðarber, skorin til helminga
100 g suðusúkkulaði
Aðferð:
Kakan er smurð ofan á og í hliðunum með hluta af þeytta rjómanum. Þá er útflatta marsipanið mótað eftir kökunni og lagt ofan á.
Skreytið með rjóma og jarðarberjum.
Suðusúkkulaðið, brætt yfir vatnsbaði. Takið smjörpappír og penslið súkkulaðinu á hann þannig að úr verði stórar súkkulaðiflögur, 1-2 strokur á hverja flögu. Látið kólna, takið varlega af pappírnum og raðið á hliðar kökunnar og brjótið nokkrar niður og setjið í miðjuna.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði