Keppni
Local Food í Hofi
Félagið „Matur úr héraði á Norðurlandi“ stendur fyrir matvælasýningunni „Local Food Festival“ í glæsilegum húsakynnum Menningarhússins Hofs í dag frá kl. 13-18.
Fjöldi fyrirtækja úr héraði kynnir vöru sína, markaðstorg verður á svæðinu, glæsilegt vínsvæði og æsispennandi kokkakeppni. Einnig mun iðnaðarsafnið sýna gamlan varning sem tengist matvælaiðnaðinum.
Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi stendur fyrir kokkakeppni sem verður haldin í Hömrum og er henni skipt upp í þrjá flokka:
- Nemakeppni þar sem keppendur útbúa rétt úr bleikju og blómkáli sem aðalhráefni og setja saman á 30 mínútum fyrir framan áhorfendur. Keppnin byrjar kl.13.30.
- Kokkakeppni þar sem eldað er lamb á tvo vegu. Keppnin hefst kl. 14.30 og keppendur hafa 30 mínútur til að skila af sér fullbúnum rétti.
- Eftirréttarkeppni hefst kl. 15.30 þar sem kokkar og bakarar útbúa eftirrétt sem inniheldur meðal annars Ricotta ost og vanillu. Keppendur hafa 30 mínútur til að setja réttinn saman.
Keppendur setja svo einn rétt til sýnis á borð fyrir framan stöðina sína og einn réttur fer á dómaraborðið. Dómarar dæma blint og vita því ekki hver á hvaða rétt.
Klukkan 17 hefst uppboð til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis en þá gefst gestum tækifæri til þess að bjóða í matarboð fyrir allt að 10 manns þar sem kokkar úr Klúbbi Matreiðslumeistara á Norðurlandi munu sjá um veisluna.
Eimur stendur fyrir málþingi á sviðinu í Hamraborg frá klukkan 13-14.30 undir yfirskriftinni „Tækifæri og takmarkanir“. Þar verður fjallað um vaxandi þörf fyrir framleiðslu matvæla og möguleikana til nýtingar jarðhita við framleiðsluna og við frekari vinnslu matvæla.
- Snæbjörn Sigurðarson framkvæmdastjóri Eims: Tækifæri í fjölnýtingu jarðhita
- Sigurður Markússon verkefnastjóri hjá Landsvirkjun: Orkufrek matvælaframleiðsla – ný stoð í grænu hagkerfi?
- Arnar Freyr Jónsson rekstrarstjóri Silfurstjörnunnar: Landeldi á laxi í Öxarfirði með jarðhita
- Christín Schröder skordýrabóndi á Húsavík: Að byggja upp skordýraræktun á Norðurlandi
- Rannveig Björnsdóttir forseti Viðskipta- og raunvísindasviðs HA: Verðmætasköpun úr hliðarafurðum matvælaframleiðslu – tækifæri og takmarkanir
Að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður.
Kynnir dagsins verður Villi vandræðaskáld.
Enginn aðgangseyrir er að hátíðinni í Hofi.
Myndir: Local Food Festival
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?









