Markaðurinn
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
Það er fátt betra en nýbakaðar bollur með smjöri og osti! Það er gaman að breyta aðeins út af vananum og í stað þess að gera stakar bollur að gera bolluhring eða annað slíkt.
Innihald:
- 130 g smjör
- 350 ml nýmjólk
- 1 bréf þurrger (um 12 g)
- 680 g hveiti
- 80 g sykur (+ 1 msk)
- ½ tsk. salt
- Egg (pískað)
- Fræ að eigin vali
Aðferð:
- Bræðið smjörið og hellið mjólkinni saman við þar til blandan er ylvolg.
- Takið hana þá af hellunni, setjið 1 msk. af sykri saman við og þurrgerið, hrærið saman og leyfið að standa í nokkrar mínútur.
- Setjið hveiti, sykur og salt í hrærivélarskálina og blandið saman með króknum.
- Hellið mjólkurblöndunni saman við og hnoðið í deig.
- Smyrjið skál að innan með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr henni, plastið skálina og leyfið deiginu að hefast í eina klukkustund.
- Mótið þá um 17 bollur og raðið á bökunarpappír í hring, leyfið að hefast að nýju í 45 mínútur.
- Hitið ofninn í 220°C og áður en þið setjið bollurnar í ofninn má pensla þær með eggi og setja á þær fræ að eigin vali sé þess óskað.
- Bakið í um 12 mínútur og njótið með smjöri og Góðosti!
Skoða nánar á www.gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað







