Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Lemon opnar í París
![Lemon - París](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/03/lemon-paris-032016.jpg)
Eva Gunnarsdóttir, eigandi sérleyfisins í París, matreiðslumeistarinn Jón Arnar Guðbrandsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Lemon og Jóhanna Soffía, sem starfað hefur hjá Lemon frá upphafi. Myndin er tekin fyrir utan nýja staðinn í París.
Fyrsti Lemon staðurinn á Íslandi opnaði 8. mars árið 2013 á Suðurlandsbraut 4. Í fyrradag opnaði fyrsti Lemon staðurinn fyrir utan Ísland á 43 Rue des Petits Carreaux í öðru hverfi í París.
Parísarbúar tóku heldur betur vel á móti Lemon og var fullt út úr dyrum og fólk greinilega ánægt með sælkerasamlokurnar og ferska kaldpressaða djúsinn sem Lemon býður upp á.
Lemon í París er fyrsti sérleyfis-staður Lemon til að opna erlendis og fyrsti Íslenski veitingastaðurinn sem opnar í Frakklandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lemon.
Lemon í París stendur við hinn fræga gróður vegg, L´Oasis d´Aboukir sem listamaðurinn Patrick Blanc gerði og til gamans má geta að þá lánaði Erró staðnum nokkur verk á veggina.
Áhugi á Lemon í París er mikill og sóttu 200 manns um vinnu á staðnum á fyrstu 10 mínútum eftir að atvinnu-auglýsingin birtist.
Lemon í París er í samvinnu með Anthony Bosson sem er einn vinsælasti bakari í París. Einnig er Lemon í París einn af fyrstu samstarfsaðilum Nespresso í París.
Lemon í París býður að sjálfsögðu upp á Íslenskt skyr í Smoothies-flirt-drykkina rétt eins og hér heima – en innfæddir hafa spurt mikið um Íslenska skyrið.
Hér í google kortinu má sjá þennan einstaka vegg hans Patrick Blanc.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/lemon/feed/“ number=“5″ ]
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit