Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Lemon opnar í París
Fyrsti Lemon staðurinn á Íslandi opnaði 8. mars árið 2013 á Suðurlandsbraut 4. Í fyrradag opnaði fyrsti Lemon staðurinn fyrir utan Ísland á 43 Rue des Petits Carreaux í öðru hverfi í París.
Parísarbúar tóku heldur betur vel á móti Lemon og var fullt út úr dyrum og fólk greinilega ánægt með sælkerasamlokurnar og ferska kaldpressaða djúsinn sem Lemon býður upp á.
Lemon í París er fyrsti sérleyfis-staður Lemon til að opna erlendis og fyrsti Íslenski veitingastaðurinn sem opnar í Frakklandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lemon.
Lemon í París stendur við hinn fræga gróður vegg, L´Oasis d´Aboukir sem listamaðurinn Patrick Blanc gerði og til gamans má geta að þá lánaði Erró staðnum nokkur verk á veggina.
Áhugi á Lemon í París er mikill og sóttu 200 manns um vinnu á staðnum á fyrstu 10 mínútum eftir að atvinnu-auglýsingin birtist.
Lemon í París er í samvinnu með Anthony Bosson sem er einn vinsælasti bakari í París. Einnig er Lemon í París einn af fyrstu samstarfsaðilum Nespresso í París.
Lemon í París býður að sjálfsögðu upp á Íslenskt skyr í Smoothies-flirt-drykkina rétt eins og hér heima – en innfæddir hafa spurt mikið um Íslenska skyrið.
Hér í google kortinu má sjá þennan einstaka vegg hans Patrick Blanc.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/lemon/feed/“ number=“5″ ]
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður