Markaðurinn
Le Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
Hágæða drykkjarvörur frá spænska vörumerkinu Le Tribute eru nú komnir á markað á Íslandi og marka spennandi viðbót við úrvalið fyrir kokteil unnendur og fagfólk í veitingaþjónustu.
Le Tribute er þekkt fyrir náttúruleg hráefni, fágað bragð og einstaka hönnun sem er innblásin af gömlum apótekara flöskum.
Drykkirnir eru hannaðir til að lyfta kokteilum á hærra plan, sérstaklega Gin & Tonic, en henta einnig vel einir og sér.
Vörumerkið á rætur sínar að rekja til MG Destilerías á Spáni, fjölskyldufyrirtækis sem var stofnað árið 1835. Sú langa handverkshefð endurspeglast í áherslu Le Tribute á gæði, jafnvægi og nýsköpun. Nútímalega Le Tribute línan var kynnt árið 2016 og hefur síðan hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga.
Í úrvali Le Tribute eru meðal annars:
• Úrvals Tónik – Premium Tonic
• Engiferbjór – Ginger Beer
• Greipaldin gos – Pink Grapefruit Soda
• Ólífu Límonaði – Olive Lemonade
• Hágæða Sódavatn – Premium Soda Water
Le Tribute vörurnar eru seldar í glæsilegum 200ml flöskum og eru sérstaklega hannaðir með tilliti til fullkominnar kolsýru og bragðjafnvægis.
Með komu Le Tribute á markað fá íslenskir neytendur og barir aðgang að alþjóðlega viðurkenndu hágæða merki sem sameinar hefð, fagurfræði og nútímalega drykkjarmenningu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri









