Uppskriftir
Laxasteik með súrsaðri engiferrjómasósu og bankabyggi
Hráefni
800 gr laxaflök án roðs
4 dl kjúklingasoð (má vera vatn og 1 msk kjúklingakraftur
200 gr bankabygg
1 dl rjómi
1 stk gulrót, smátt skorin
1 stk hvítlauksgeiri, marinn
1 stk fennel smátt skorið
1 stk rauðlaukur, smátt skorinn
vatn
salt
Sósan
4 dl rjómi
2 dl hrísgrjónaedik
1 dl léttþeyttur rjómi
40 gr súrsað engifer
salt
Aðferð
Skerið laxinn í 4 steikur. Steikið laxinn í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið við miðlungs hita. Kryddið laxinn með salti.
Sósa:
Setjið engifer í pott ásamt smá safa sem er í krukkunni og sjóðið niður þar til lítill safi er eftir. Bætið hrísgrjónaediki út í og sjóðið til helminga.
Hellið rjóma í og sjóðið í 5-10 mínútur. Bætið þeytta rjómanum út í rétt áður en sósan er borin fram svo hún verði létt og froðukennd. Kryddið með smá salti.
Bankabygg:
Ristið smátt skorið grænmetið á pönnu og takið til hliðar. Sjóðið bankabyggið með hvítlauk í kjúklingasoði í u.þ.b. 45 mín. við vægan hita og bætið vatni í ef þarf; það á að vera mjúkt við tönn. Sigtið auka vökva frá og setjið aftur í pott. Bætið rjómanum útí og sjóðið ásamt grænmetinu í 10 mín. við vægan hita. Setjið smá salt út í.
Hollráð:
Byrjið á að sjóða byggið og undirbúið svo restina af réttinum.
Höfundur: Sigurður Gíslason matreiðslumeistari.
Mynd: facebook / GOTT
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






