Uppskriftir
Laxasteik með súrsaðri engiferrjómasósu og bankabyggi
Hráefni
800 gr laxaflök án roðs
4 dl kjúklingasoð (má vera vatn og 1 msk kjúklingakraftur
200 gr bankabygg
1 dl rjómi
1 stk gulrót, smátt skorin
1 stk hvítlauksgeiri, marinn
1 stk fennel smátt skorið
1 stk rauðlaukur, smátt skorinn
vatn
salt
Sósan
4 dl rjómi
2 dl hrísgrjónaedik
1 dl léttþeyttur rjómi
40 gr súrsað engifer
salt
Aðferð
Skerið laxinn í 4 steikur. Steikið laxinn í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið við miðlungs hita. Kryddið laxinn með salti.
Sósa:
Setjið engifer í pott ásamt smá safa sem er í krukkunni og sjóðið niður þar til lítill safi er eftir. Bætið hrísgrjónaediki út í og sjóðið til helminga.
Hellið rjóma í og sjóðið í 5-10 mínútur. Bætið þeytta rjómanum út í rétt áður en sósan er borin fram svo hún verði létt og froðukennd. Kryddið með smá salti.
Bankabygg:
Ristið smátt skorið grænmetið á pönnu og takið til hliðar. Sjóðið bankabyggið með hvítlauk í kjúklingasoði í u.þ.b. 45 mín. við vægan hita og bætið vatni í ef þarf; það á að vera mjúkt við tönn. Sigtið auka vökva frá og setjið aftur í pott. Bætið rjómanum útí og sjóðið ásamt grænmetinu í 10 mín. við vægan hita. Setjið smá salt út í.
Hollráð:
Byrjið á að sjóða byggið og undirbúið svo restina af réttinum.
Höfundur: Sigurður Gíslason matreiðslumeistari.
Mynd: facebook / GOTT

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu