Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Laugaás hættir eftir 43 ára starfsemi

Birting:

þann

Veitingahúsið Laugaás

Laugaás er fjölskyldufyrirtæki og rekið af feðgunum Ragnari Guðmundssyni og Guðmundi Kr Ragnarssyni. Fjölskyldan hefur rekið Laugaás frá upphafi, eða síðan í júní 1979.
Mynd: laugaas.is

Veitingahúsið Laugaás mun hætta starfsemi þann 24. desember næstkomandi, en þetta kom fram í þættinum Matur og Heilbrigði á Útvarp Sögu en þar ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Hafberg Þórisson frá Lambhaga og Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistara og eiganda Laugaás.

Ragnar sem staðið hefur við pottana í Laugaási undanfarin 43 ár og matreitt þá dýrindis rétti sem staðurinn er rómaður fyrir segir að allt hafi sinn tíma og nú sé rétti tíminn til þess að láta staðar numið og því verður staðnum formlega lokað 24. desember sem fyrr segir, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins.  Ragnar lumar þó á rúsínu í pylsuendanum og segir að það verði svolítið húullumhæ að hætti Laugaásmanna í janúar en það verði kynnt síðar, að því er fram kemur á utvarpsaga.is.

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara - 6. janúar 2018

Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistarar og eigendur Laugaás.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson

En þeir sem vilja fá sér hina árlegu Þorláksmessuskötu þetta árið þurfa þó ekki að örvænta því hún verður á sínum stað og byrjar skötuveisla Laugaáss þann 19. desember fram að kvöldi þess 23. desember.  Þá eru margir einnig sem fá sér hina gómsætu pörusteik í desember og verður hún einnig í boði sem endranær.

Ragnar segir margt hafa breyst í matarvenjum Íslendinga í gegnum tíðina en lambakjötið í bernaisesósu og fiskurinn sem verið hefur frá upphafi á matseðli Laugaáss standi enn fyrir sínu og lítið lát virðist þar á aðsókninni. Ragnar segist hætta sáttur eftir öll þessi ár í bransanum en þó veitingahúsið hætti starfsemi mun veisluþjónusta Laugaás halda áfram starfsemi en þar ræður Guðmundur sonur Ragnars ríkjum og reiðir fram allt frá minni veislum og upp í stórar fjölmennar veislur.

Veisluþjónusta - Banner

Hafberg Þórisson í Lambhaga sem selt hefur Lambhagasalatið víðfræga um árabil segist verða var við þær breytingar á matarvenjum sem Ragnar talar um en í því hafa falist tækifæri fyrir Hafberg því hann hefur um árabil flutt salat til Grænlands. Hafberg segir að Grænlendingar séu mikil þjóð hefða og því sé svolítið erfitt að sannfæra eldri Grænlendinga í að fá sér salat en yngri kynslóðir og sér í lagi þeir sem hafa sótt nám í Danmörku eru sólgnir í salat og því ljóst að markaður fyrir grænmeti fer stækkandi þar um slóðir.

Þáttinn er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið