Keppni
Langar þig á Ólympíuleikana í matreiðslu?

Íslenska Kokkalandsliðið hreppti 6. sætið á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Lúxemborg í fyrra.
Mynd: Brynja Kr. Thorlacius
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Kokkalandsliðið!
Nú er rétta tækifærið. Kokkalandsliðið mun keppa á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir verða í febrúar 2024 en framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegri lífsreynslu.
Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji og geta til hópvinnu og að tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á [email protected]
Við leitum einnig að ungum matreiðslumönnum og matreiðslunemum yngri en 23 ára (árið 2024). Sem hafa áhuga á að aðstoða landsliðið og taka þátt í að byggja upp ungkokkalandslið.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á [email protected]
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






