Keppni
Langar þig á Ólympíuleikana í matreiðslu?

Íslenska Kokkalandsliðið hreppti 6. sætið á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Lúxemborg í fyrra.
Mynd: Brynja Kr. Thorlacius
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Kokkalandsliðið!
Nú er rétta tækifærið. Kokkalandsliðið mun keppa á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir verða í febrúar 2024 en framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegri lífsreynslu.
Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji og geta til hópvinnu og að tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á kokkalandslidid@kokkalandslidid.is
Við leitum einnig að ungum matreiðslumönnum og matreiðslunemum yngri en 23 ára (árið 2024). Sem hafa áhuga á að aðstoða landsliðið og taka þátt í að byggja upp ungkokkalandslið.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á kokkalandslidid@kokkalandslidid.is
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan