Keppni
Langar þig á Ólympíuleikana í matreiðslu?
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Kokkalandsliðið!
Nú er rétta tækifærið. Kokkalandsliðið mun keppa á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir verða í febrúar 2024 en framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegri lífsreynslu.
Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji og geta til hópvinnu og að tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á [email protected]
Við leitum einnig að ungum matreiðslumönnum og matreiðslunemum yngri en 23 ára (árið 2024). Sem hafa áhuga á að aðstoða landsliðið og taka þátt í að byggja upp ungkokkalandslið.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á [email protected]
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s