Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna fullskipað

Landslið kjötiðnaðarmanna.
Nafn og vinnustaður meðlima, frá vinstri:
Aðalbjörn Jónsson Matfugl, Kristján Hallur Leifsson Kjötkompaní og þjálfari, Jónas Þórólfsson Viðbót Húsavík. Friðrik Þór Erlingsson Kjöthúsið, Jón Gísli Jónsson Kjötkompaní og Rakel Þorgilsdóttir Kjarnafæði
Landslið kjötiðnaðarmanna (LK) hefur verið áberandi síðastliðnar vikur, útvarpsviðtölum, á Íslandsmóti iðngreina þar sem landsliðið seldi 15 lambaskrokka sem að Landsamtök Sauðfjárbænda gaf í nemakeppni í kjötiðnaði.
Selt var fyrir 320.000 en Landslið Kjötiðnaðarmanna mun taka þátt í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020 og mun ágóðinn renna í sjóð landsliðsins.
Einnig hefur landsliðið staðið að sölu á kjöthníf sem er merktur LK, en hnífurinn kemur í flottri gjafaöskju og kostar 15.000 krónur.
Landslið kjötiðnaðarmanna skipa:
- Kristján Hallur Leifsson, Kjötkompaní og þjálfari
- Aðalbjörn Jónsson, Matfugl
- Jónas Þórólfsson, Viðbót Húsavík
- Friðrik Þór Erlingsson, Kjöthúsið
- Jón Gísli Jónsson, Kjötkompaní
- Rakel Þorgilsdóttir, Kjarnafæði
Næstkomandi helgi 12.- 14. apríl verður æfing hjá landsliðinu.
Það var Rún Heildverslun sem hannaði gallana með landsliðsmeðlimum.
Með fylgja myndir frá Íslandsmóti iðngreina sem að Jón Karl Jónsson tók:
Myndir: Jón Karl Jónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað










