Vertu memm

Uppskriftir

Lambarif í rabbabara BBQ & kúmen-hvítkál

Birting:

þann

Lambarif

Lambarif

Innihald:

1 kg Lambasíða

200 gr Rabbabarasulta

400 ml Lambasoð (eða vatn+teningur / soð er betra samt)

100 gr Tamari sósa

100 gr Púðursykur

40 ml Eplaedik

1 tsk Cayanne pipar

Salt og Pipar

Aðferð:

Lambasíða elduð í ofni með salti og pipar á 220°c í 25 min, þá lekur mikið af fitu af vöðvanum. Því næst er bara kjötið án fitu sett í eldfast mót ásamt rest af hráefni. Þetta er því næst eldað í 2,5 klst við 160°c með loki eða álpappír. Eftir að því er lokið er sósan sem lekur af smökkuð til með salti og pipar, ef hún er þunn er hún soðin aðeins niður í potti. Gljáin er svo smurður á lambið aftur og sett inn í ofn á 220°c í 10 mín.

Hvítkálshaus skorin í fjóra bita og tekinn niður í lauf. Hvítkálið er svo létt soðið í söltuðu vatni með kúmenfræjum í 4 mín.

Höfundur er Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið