Uppskriftir
Lambarif í rabbabara BBQ & kúmen-hvítkál
Innihald:
1 kg Lambasíða
200 gr Rabbabarasulta
400 ml Lambasoð (eða vatn+teningur / soð er betra samt)
100 gr Tamari sósa
100 gr Púðursykur
40 ml Eplaedik
1 tsk Cayanne pipar
Salt og Pipar
Aðferð:
Lambasíða elduð í ofni með salti og pipar á 220°c í 25 min, þá lekur mikið af fitu af vöðvanum. Því næst er bara kjötið án fitu sett í eldfast mót ásamt rest af hráefni. Þetta er því næst eldað í 2,5 klst við 160°c með loki eða álpappír. Eftir að því er lokið er sósan sem lekur af smökkuð til með salti og pipar, ef hún er þunn er hún soðin aðeins niður í potti. Gljáin er svo smurður á lambið aftur og sett inn í ofn á 220°c í 10 mín.
Hvítkálshaus skorin í fjóra bita og tekinn niður í lauf. Hvítkálið er svo létt soðið í söltuðu vatni með kúmenfræjum í 4 mín.
Höfundur er Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati