Starfsmannavelta
Krydd fær greiðslustöðvun til 29. apríl
Héraðsdómur Reykjaness hefur veitt Krydd veitingahús ehf. sem rekur samnefndan veitingastað í Hafnarborg, heimild til greiðslustöðvunar til 29. apríl, en beiðni um það barst frá fyrirtækinu 3. apríl sl., að því er fram kemur í Fjarðarfréttum.
Sjá einnig:
Í beiðninni kom fram að eignir væru óverulegar og standi ekki undir skuldbindingum félagsins. Árangurslaust fjárnám var gert hjá félaginu 25. mars.
Telja fyrirsvarsmenn félagsins að með endurskipulagningu á fjárhag félagsins, eftirgjöf skulda, nýs lánsfésog mögulega aukins hlutafés, geti þeir mögulega komið rekstrinum á réttan kjöl. Segja þeir að reksturinn hafi gengið erfiðlega til að byrja með en eftir endurskipulagningu 2019 hafi reksturinn gengið vel og skilað hagnaði. Hins vegar hafi farið á verri veg í mars vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Bernharð Bogason lögmaður mun vinna með félaginu við endurskipulagningu og freista þess að ná eftirgjöf á hluta af skuldum með frjálsum samningum eða nauðasamningi.
Veitingahúsið Krydd var formlega opnað 28. apríl 2018.
Sjá einnig:
KRYDD Veitingahús; „Við opnum á Laugardaginn kl. 18“ – Sjáðu matseðilinn hér
Mynd: facebook / Veitingahúsið Krydd
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






