Vertu memm

Veitingarýni

Krua Siam – Veitingarýni

Birting:

þann

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Veitingahúsið Krua Siam á Akureyri

Veitingahúsið Krua Siam sem staðsett er í hjarta Akureyrar, á mótum Glerárgötu og Strandgötu eða n.t. við Strandgötu 13 býður upp á tælenskan mat. Krua Siam þýðir „tælenskt eldhús“, en Tæland hét Siam fram að árinu 1939.

Vorum mætt snemma, klukkan 18:00, starfsfólkið var fram í sal að borða og öll hlupu þau inn í eldhús þegar þau sáu okkur koma. Einn þjónninn kom strax aftur fram með bros á vör og tók virkilega vel á móti okkur, kurteis með afbrigðum, vísaði okkur til sætis og afhenti matseðlana.

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Tæpir 100 réttir eru á matseðlinum, forréttir, fisk-, kjúklinga, svínakjöts-, nautakjöts-, lambakjöts réttir. Sérstakur dálkur var á matseðlinum þar sem sterkir réttir voru í boði, súpur, grænmetis og núðluréttir og að lokum barnaréttir.

Við vorum fjögur að borða og eftir miklar pælingar, þá var ákveðið að fara í tveggja rétta set menu. Í forrétt voru djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu og fjórir aðalréttir, kjúklingur í massaman karrý, steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum, Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu og Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti.  Með þessu voru borin fram hrísgrjón.

Fljót og góð afgreiðsla og maturinn kominn á borðið nokkrum mínútum seinna. Allir réttir voru settir á miðju borðsins við deildum síðan réttum á milli okkar.

Mikill matur og nú var pressa framundan, þ.e. að reita ekki „Hrísgrjónaguðinn“ til reiði, sem er kvenkyns, en sagt er að hún vill tryggja að allir hafi nóg að borða og ekki megi leifa matnum. Ef hún er ekki sátt þá getur það kallað hungursneyð yfir þjóðina, (sel það ekki dýrara en ég keypti það).

Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu

„Þessar klassísku djúpsteiktar rækjur, stökkt og gott, vantaði reyndar meiri dýpt í súrsætu sósuna.“

Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu

„Pla sam lod er klassískur réttur í Tælandi, oftast notaður flatfiskur, virkilega góður réttur, rífur þokkalega í, en bragðgóður.“

Kjúklingur í massaman karrý

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Kjúklingur í massaman karrý

„Virkilega góður réttur, kjúklingurinn bráðnaði í munni og Massaman karrýsósan alveg frábær. Massaman er karrý sem er viðbætt með cilantro fræjum, lemongrass, galangal sem er jurt af engiferætt, hvítum pipar, rækju paste, shallot lauk og hvítlauk.“

Steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum

„Íslenska lambakjötið alltaf jafngott, ferskt grænmeti kærkomið en ekki frosið eins og margir asíu staðir bjóða upp á.  Yfir heildina bragðgóður réttur.“

Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti

„Virkilega góður réttur, klassísk ostrusósa, en til fróðleiks þá var ostrusósan fyrst fundin upp árið 1888 og er sambland af ostryseyði og fiskisósu.“

Við náðum að klára matinn, sæl og glöð. Mælum klárlega með Krua Siam.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið