Uppskriftir
Kræklingur í kryddsósu
Áttu krækling í dós? Þá er hér einföld og góð uppskrift.
(Fyrir fimm manns)
400 gr. kræklingar úr dós
50 gr. laukur
50 gr. sveppir
3 1/2 msk. matarolía
1 msk. sinnep
1 1/2 msk. söxuð steinselja
2 1/2 msk. sítrónusafi
salatblöð
steinselja
sítróna
tómatur
ristað brauð, smjör
Aðferð:
Setjið kræklinginn í hvítvínsglös. Saxið lauk og sveppi smátt og blandið saman við matarolíu, sinnep, saxaða steinselju og sítrónusafa, hellið yfir kræklinginn.
Skreytið með salatblöðum, steinselju, sítrónubát og tómatbát.
Geymið á vel köldum stað.
Berið fram með ristuðu brauði og smjöri.
Höfundur er Þórarinn Guðlaugsson matreiðslumeistari

-
Keppni1 dagur síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið