Vertu memm

Uppskriftir

Kræklingur í kryddsósu

Birting:

þann

Kræklingur í dós

Þórarinn Guðlaugsson matreiðslumeistari

Þórarinn Guðlaugsson matreiðslumeistari

Áttu krækling í dós? Þá er hér einföld og góð uppskrift.

(Fyrir fimm manns)

400 gr. kræklingar úr dós
50 gr. laukur
50 gr. sveppir
3 1/2 msk. matarolía
1 msk. sinnep
1 1/2 msk. söxuð steinselja
2 1/2 msk. sítrónusafi
salatblöð
steinselja
sítróna
tómatur
ristað brauð, smjör

Aðferð:

Setjið kræklinginn í hvítvínsglös.  Saxið lauk og sveppi smátt og blandið saman við matarolíu, sinnep, saxaða steinselju og sítrónusafa, hellið yfir kræklinginn.

Skreytið með salatblöðum, steinselju, sítrónubát og tómatbát.

Geymið á vel köldum stað.

Berið fram með ristuðu brauði og smjöri.

Höfundur er Þórarinn Guðlaugsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið