Food & fun
Kore – Food and Fun 2019
Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari heimsótti nokkra veitingastaði sem tóku þátt í Food and Fun hátíðinni og féllst á að leyfa lesendum Veitingageirans.is að njóta þess með sér.
Kore
Með orðunum, einu sinni var, hefjast mörg ævintýri en ekki öll. Fyrir okkur sem lendum öðru hverju í „ævintýrum“ og óvæntum uppákomum, eða tómu tjóni, þá vitum við að þetta er ekki alveg svona í raunheiminum.
Ævintýri eru oft löng og erfið þrautarganga sem flestir hefðu kosið að sleppa, ef það hefði verið í boði. Mörg, ef ekki flest, verkefni og ævintýri hafa hafist á langri eyðumerkurgöngu, göngu sem margir hafa ekki náð að klára.
Sagan á bak við Kore er ævintýri líkast og til og með frekar stutt, en þangað var för okkar heitið sl laugardagskvöld. Kore er í Sjávarklasanum úti á Granda.
Það er Deuki Hong sem var gestur Kore á Food & Fun og hefur farið á kostum í Sjávarklasanum. Hann hefur slegið algjörlega í gegn, enda brugðið sér í allra kvikinda líki þegar við hefur átt, gestum og sér til mikillar skemmtunar. Maturinn hefur einnig algjörlega slegið í gegn.
Þegar við mættum fyrrihluta dags var skemmtileg stemming í húsinu, ys og þys og mikið af fólki. Erillinn og gleðin kom á óvart og var öðruvísi en við áttum von á. Hér var fullt af glöðu fólki á öllum aldri sem var að gera sér dagamun og njóta helgarinnar.
Ekki versnaði það heldur þegar ég sá að verið var að koma fyrir stórum skjá svo að hægt væri að fylgjast með Júróvision seinna um kvöldið.
Atli, sem er í forsvari fyrir Kore, gat gefið sér smá tíma til að spjalla við okkur, þar sem Deki Hong var ekki viðlátin. Það lá vel á Atla enda hafði verið vitlaust að gera fram að því er við mættum og var í skýjunum yfir heimsókninni.
„Jú“ sagði Atli, „þetta er allt búið að vera eitt stórt ævintýri, sem hófst þegar við vorum að vinna að undirbúningi fyrir opnun staðarins.“ „Við höfðum satt best að segja ekki neina sérstaka þekkingu á Kóreskum mat annað en hann er öðruvísi og okkur líkaði hann vel.“ Sagði Atli og bætti síðan við. ,,Einnig áttum við frábæru matreiðslu bók sem einhver Deuki Hong hafði gefið út, bókin hafði slegið í gegn.“
Þessi sami maður hefur fengið verðlaun og athygli fyrir að vera mjög efnilegur og framásækinn ungur matreiðslumaður.
„Nú hvað gerðum við!“ Hélt hann áfram og hló; “við skrifuðum honum bréf og spurðum einfaldlega hvort hann væri til í að aðstoða okkur.“ „Ó já hann var til í það og síðan þá höfum við verið í miklu sambandi og fengið ómetanleg ráð og hjálp frá honum, og mikill vinskapur myndast.“ „Án hans hefði þetta næstum verið ómögulegt, ævintýri gerast enn“, sagði hann að lokum.
En svona að lokum þá ætla ég ekkert sérstaklega að reyna að lýsa matnum þar sem ég ber ekki mikið skynbragð á austurlenskum mat en get fullyrt að maturinn er frábær og vel þess virði. Því er bara um að gera að skella sér í Sjávarklasann úti á granda og njóta dagsins við getum fullyrt að það verður ekki neinn svikin af því.
Lifið heil
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur