Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Konditormeistarar opna ísbúð

Birting:

þann

Skúbb Ísgerð - Laugarásvegi

Viggó og Hjalti kíktu í heimsókn á Neðri-Háls í Kjós að skoða fjósið, en Neðri-Háls er eitt að tveimur lífrænum mjólkurbúum sem Skúbb mun fá mjólkina frá.

Skúbb Ísgerð opnar á næstu dögum að Laugarásvegi 1 í Reykjavík.  Það eru félagarnir Karl Viggó Vigfússon konditor og bakari, Hjalti Lýðsson súkkulaðigerðamaður og konditor og Friðrik Haraldsson viðskiptafræðingur sem standa á bak við ísbúðina.  Friðrik er einn af eigendum The Laundromat Café í Austurstræti, en nýlega seldi hann hlut sinn í brugghúsinu Bryggjan við Grandagarð 8.

„Þegar við hjá SKÚBB veljum að gera sorbet, lakkrís eða silkimjúkan vanilluís með þúsundir ósvikina vanillukorna, gerum við engar málamiðlanir þegar það kemur að vali að hráefni.“

, segir í tilkynningu á facebook síðu Skúbb.

Skúbb Ísgerð - Laugarásvegi

Frá framkvæmdum, 16. apríl s.l.

„Hugmyndin af Skúbb er að gera ís sem er gerður frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt ef hægt er.  Ef við eru erum með jarðaberjaís á boðstólnum þá er hann gerður úr jarðaberjum enda eru við Hjalti báðir Konditorar og við vitum að val á hráefni er ákaflega mikilvægt.

, segir Karl Viggó í samtali við Morgunblaðið.

Skúbb Ísgerð - Laugarásvegi

Nú er unnið alla daga fram á kvöld. Markmiðið er að opna sem fyrst.

 

Myndir: facebook / Skúbb

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið