Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Konditormeistarar opna ísbúð

Viggó og Hjalti kíktu í heimsókn á Neðri-Háls í Kjós að skoða fjósið, en Neðri-Háls er eitt að tveimur lífrænum mjólkurbúum sem Skúbb mun fá mjólkina frá.
Skúbb Ísgerð opnar á næstu dögum að Laugarásvegi 1 í Reykjavík. Það eru félagarnir Karl Viggó Vigfússon konditor og bakari, Hjalti Lýðsson súkkulaðigerðamaður og konditor og Friðrik Haraldsson viðskiptafræðingur sem standa á bak við ísbúðina. Friðrik er einn af eigendum The Laundromat Café í Austurstræti, en nýlega seldi hann hlut sinn í brugghúsinu Bryggjan við Grandagarð 8.
„Þegar við hjá SKÚBB veljum að gera sorbet, lakkrís eða silkimjúkan vanilluís með þúsundir ósvikina vanillukorna, gerum við engar málamiðlanir þegar það kemur að vali að hráefni.“
, segir í tilkynningu á facebook síðu Skúbb.
„Hugmyndin af Skúbb er að gera ís sem er gerður frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt ef hægt er. Ef við eru erum með jarðaberjaís á boðstólnum þá er hann gerður úr jarðaberjum enda eru við Hjalti báðir Konditorar og við vitum að val á hráefni er ákaflega mikilvægt.
, segir Karl Viggó í samtali við Morgunblaðið.
Myndir: facebook / Skúbb

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata