Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kol Restaurant er nýr veitingastaður við Skólavörðustíg
Þetta verður svona „casual fine dining“ veitingastaður en við ætlum einnig að hafa hann svona stemningsstað því við erum líka með stóran bar
, segir Óli Már Ólason í samtali við Fréttablaðið, einn þriggja eigenda nýs veitingastaðar sem ber nafnið Kol Restaurant. Ásamt Óla eru þeir Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson eigendur staðarins en fyrir eiga þeir veitinga- og skemmtistaðina Vegamót og Lebowski.
Við viljum gjarnan nýta hesthúsið sem er í bakgarðinum.
Í bakgarðinum stendur elsta hesthús Reykjavíkur og er stefnt að því að nýta það sem hluta af staðnum.
Húsafriðunarnefnd berst nú fyrir því að það verði ekki rifið en við viljum tengja það veitingastaðnum
, bætir Óli við.
Þeir hafa fengið til sín fagmenn til að sjá um matreiðsluna. Einar Hjaltason og Kári Þorsteinsson sjá um eldamennskuna en þeir hafa báðir starfað erlendis eins og á Dabbouf, 2850 og Texture í London. Þess má geta að á staðnum er einstakur viðarkolaofn sem mun töfra fram ljúft og seiðandi bragð.
Í salnum mun Gunnar Rafn Heiðarsson galdra fram sérstaklega vandaða kokteila þar sem öll síróp og safar eru heimagerð en áður starfaði hann sem veitingastjóri á Sjávarkjallaranum og Slippbarnum.
Hönnun staðarins er í höndum Leifs Weldings og Brynhildar Gunnarsdóttur arkitekts. Staðurinn tekur um hundrað manns í sæti en þeim gæti þó fjölgað ef hesthúsið verður hluti af staðnum. Kol Restaurant við Skólavörðustíg verður opnað í byrjun janúar, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Mynd frá því í sumar: Skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann