Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kokteilkeppni í kvöld á veitingastaðnum Loftið
Í kvöld verður kokteilkeppnin og hefst hún klukkan 19:00 á hinum margrómaða veitingastað Loftið. Fjöldi barþjóna hefur verið boðinn þáttaka og hlýtur sigurvegari ferð til Svíðþjóðar til að etja kappi við bestu barþjóna norður Evrópu.
Aðalefnishluti í keppninni er Absolut ELYX ásamt öðrum ,,handcraft“ hráefnum sem keppendur eru hvattir til að nota og búa til sín eigin íblöndunarefni eða rekjanlega vöru eins og hunang, marmelaði, sultur, ávexti, sýróp, líkjöra ofl.
Þetta er krefjandi keppni fyrir barþjóna, því áður en þeir stíga innfyrir barborðið á Loftinu kl 19.00 og blanda 2 drykki þá verða þeir búnir að taka skriflegt próf um sögu Absolut og kokteila ásamt því að að finna út með blindsmökkun 10 áfengistegundir, segir í fréttatilkynningu.
Dómarar verða þau Tómas Kristjánsson forseti barþjónaklúbbs Íslands, Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari, Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir á vinotek.is og Ólafur Örn Ólafsson sem verður einnig kynnir kvöldsins.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025