Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kokteilkeppni í kvöld á veitingastaðnum Loftið
Í kvöld verður kokteilkeppnin og hefst hún klukkan 19:00 á hinum margrómaða veitingastað Loftið. Fjöldi barþjóna hefur verið boðinn þáttaka og hlýtur sigurvegari ferð til Svíðþjóðar til að etja kappi við bestu barþjóna norður Evrópu.
Aðalefnishluti í keppninni er Absolut ELYX ásamt öðrum ,,handcraft“ hráefnum sem keppendur eru hvattir til að nota og búa til sín eigin íblöndunarefni eða rekjanlega vöru eins og hunang, marmelaði, sultur, ávexti, sýróp, líkjöra ofl.
Þetta er krefjandi keppni fyrir barþjóna, því áður en þeir stíga innfyrir barborðið á Loftinu kl 19.00 og blanda 2 drykki þá verða þeir búnir að taka skriflegt próf um sögu Absolut og kokteila ásamt því að að finna út með blindsmökkun 10 áfengistegundir, segir í fréttatilkynningu.
Dómarar verða þau Tómas Kristjánsson forseti barþjónaklúbbs Íslands, Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari, Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir á vinotek.is og Ólafur Örn Ólafsson sem verður einnig kynnir kvöldsins.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður