Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kokteilkeppni í kvöld á veitingastaðnum Loftið

Birting:

þann

Loftið - Restaurant

Í kvöld verður kokteilkeppnin og hefst hún klukkan 19:00 á hinum margrómaða veitingastað Loftið.  Fjöldi barþjóna hefur verið boðinn þáttaka og hlýtur sigurvegari ferð til Svíðþjóðar til að etja kappi við bestu barþjóna norður Evrópu.

Aðalefnishluti í keppninni er Absolut ELYX ásamt öðrum ,,handcraft“ hráefnum sem keppendur eru hvattir til að nota og búa til sín eigin íblöndunarefni eða rekjanlega vöru eins og hunang, marmelaði, sultur, ávexti, sýróp, líkjöra ofl.

Þetta er krefjandi keppni fyrir barþjóna, því áður en þeir stíga innfyrir barborðið á Loftinu kl 19.00 og blanda 2 drykki þá verða þeir búnir að taka skriflegt próf um sögu Absolut og kokteila ásamt því að að finna út með blindsmökkun 10 áfengistegundir, segir í fréttatilkynningu.

Dómarar verða þau Tómas Kristjánsson forseti barþjónaklúbbs Íslands, Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari, Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir á vinotek.is og Ólafur Örn Ólafsson sem verður einnig kynnir kvöldsins.

 

Mynd: úr safni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið