Vertu memm

Keppni

Kokkur ársins undanúrslit – 8 keppa um sæti í úrslitum

Birting:

þann

Undanúrslit - Kokkur ársins 2018

Mánudag 19. febrúar verða undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018. Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem sigraði.

Keppnin fer þannig fram:

Faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grískinn & kjúklingaskinni og rófum.

Dómnefnd hefur valið 8 bestu uppskriftirnar og munu keppendur elda þær á Kolabrautinni í Hörpu mánudag 19. febrúar fyrir dómara og gesti frá kl 10 – 14. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með. Kl 15:30 samdægurs og á sama stað verður tilkynnt hverjir keppa til úrslita.

Fimm efstu keppendur munu svo keppa til úrslita laugardag 24. febrúar í Flóa í Hörpu.

Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa 5 tíma til að elda 3 rétti fyrir 12 manns. Kokkur ársins verður krýndur í lok kvölds frammi fyrir fullu húsi veislugesta.

Keppendur

Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2018:

  • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
  • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
  • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
  • Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
  • Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
  • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík
  • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið