Keppni
Kokkur ársins í fullu gangi – Myndir
Kokkur ársins 2023 fer núna fram í IKEA en á fimmtudag sl. komust fimm framúrskarandi matreiðslumenn áfram í úr forkeppni og takast þau núna á um titilinn eftirsótta.
Sjá einnig: Þessi keppa um titilinn Kokkur ársins 2023
Keppendur byrjuðu að vinna klukkan 09:00 í morgun og stendur keppnin fram eftir á kvöld en hún er opin öllum sem líta við í IKEA í dag.
- Iðunn Sigurðardóttir
- Hinrik Örn Lárusson
Keppendur um titilinn Kokkur ársins árið 2023 eru:
Gabríel Kristinn Bjarnason (Lestu fleiri fréttir um Gabríel hér), Dill restaurant Ísland. Gabríel vann fyrstu verðlaun Nordic Young Chef 2018 og keppti með landsliðinu á Olympíuleikunum í Luxemburg 2022.
Hinrik Örn Lárusson (Lestu fleiri fréttir um Hinrik hér), Lux veitingar Ísland. Hinrik er fyrrum landsliðsmaður og vann til silfurverðlauna í Nordic Young Chef 2018.
Hugi Rafn Stefánsson (lestu fleiri fréttir um Huga hér), Lux veitingar Ísland Hugi vann Íslandsmót matreiðslunema 2019 og komst líka í úrslitakeppni Kokks ársins 2022.
Iðunn Sigurðardóttir (Lestu fleiri fréttir um Iðunni hér), Brand – Hafnartorg Gallerí Ísland. Iðunn keppti fyrir Íslands hönd í Euroskills 2016 og varð í 3. sæti í Kokkur ársins 2019.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson (Lestu fleiri fréttir um Sindra hér), Flóra veitingar Ísland. Sindri er liðstjóri Íslenska kokkalandsiðsins og leiddi það á síðustu Ólympíuleikum í Luxemburg 2022. Um vorið sama ár hafnaði Sindri í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlandanna.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.
Fleiri fréttir: Kokkur ársins
Myndir: Mummi Lú

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Nemendur & nemakeppni17 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum