Keppni
Kokkur ársins 2017: myndir af réttunum og frá úrslitakeppninni
Hafsteinn Ólafsson, Sumac Grill + Drinks er Kokkur ársins 2017, þetta er í fjórða sinn sem Hafsteinn tekur þátt í keppninni og fyrsti sigur hans í keppninni.
Hann hefur þegar unnið þrenn silfurverðlaun í sömu keppni. Hafsteinn er yfirkokkur á Sumac Grill + Drinks og meðlimur í Kokkalandsliðinu. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur gríðarlega reynslu í keppnismatreiðslu hérlendis sem og erlendis og mun sem Kokkur ársins keppa fyrir Íslands hönd í „Nordic Chef Of The Year“ 2018 í Danmörku.
Þeir fimm sem kepptu til úrslita voru:
- Bjarni Viðar Þorsteinsson – Sjávargrillið
- Garðar Kári Garðarsson – Deplar Farm / Strikið
- Hafsteinn Ólafsson – Sumac Grill + Drinks
- Rúnar Pierre Heriveaux – Grillið Hótel Saga
- Víðir Erlingsson – Bláa Lónið
Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu á laugardaginn s.l. þar sem fjöldi gesta fylgdust með keppninni þar sem kokkarnir elduðu keppnismáltíðina í IKEA eldhúsum með hráefni frá Nettó.
Samhliða keppninni var haldin veisla fyrir gesti sem tryggðu sér miða á Kokkalandsliðskvöldverð og skemmtun.
Smellið hér til að horfa á 5 klukkustunda efni frá keppninni. Bein útsending var frá klukkan 18:00 til rúmlega 23:00.
Með fylgja myndir af réttunum frá úrslitakeppninni og Kokkalandsliðskvöldverðinum:
Hafsteinn Ólafsson er Kokkur ársins 2017
- Hafsteinn Ólafsson
Garðar Kári Garðarsson – 2. sæti
- Garðar Kári Garðarsson
Víðir Erlingsson – 3. sæti
- Víðir Erlingsson
Bjarni Viðar Þorsteinsson
- Bjarni Viðar Þorsteinsson
Rúnar Pierre Heriveaux
- Rúnar Pierre Heriveaux
Kokkalandsliðskvöldverðurinn
Myndir: facebook / Kokkur Ársins / Sigurjón Sigurjónsson

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn